Ferill 385. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 385 . mál.


711. Svarlandbúnaðarráðherra við fyrirspurn Guðna Ágústssonar um markaðssetningu á íslenska hest inum.

    Fyrirspurnin er svohljóðandi:
     1 .     Hversu háum upphæðum hefur Framleiðnisjóður landbúnaðarins varið til að styrkja markaðssetningu og útflutning á íslenska hestinum frá árinu 1990, hvert ár tilgreint sérstak lega, og til hvaða aðila hafa slíkir styrkir runnið?
     2 .     Hafa einhverjir aðrir sjóðir lagt fram fjármagn til markaðssetningar á íslenska hestinum á þessu tímabili?


    Fyrri liður fyrirspurnarinnar lýtur sérstaklega að styrkveitingum úr Framleiðnisjóði land búnaðarins á árunum 1990 til og með 1994 en sá seinni hvort aðrir sjóðir hafi styrkt markaðs setningu á íslenska hestinum á þessu tímabili.
    Eftirfarandi upplýsingar eru frá Framleiðnisjóði landbúnaðarins en ráðuneytinu er ekki kunnugt um að aðrir sjóðir hafi komið að þessu verkefni.

Ár     Styrkþegi     Þús. kr.     Verksvið/verkefni

1990     Félag hrossabænda     1.500     Markaðsstarf

1991     Félag hrossabænda     1.500     Markaðsstarf ásamt þátttöku í Equitana '91
    Félag hrossabænda     1.000     Sölusamtök íslenskra hrossabænda
    Félag hrossabænda í Árnessýslu     400     Þjálfunar- og sölumiðstöð, m.a. v/útflutnings
    Hestaíþróttasamband Íslands     1.000     Þátttaka í heimsmeistaramóti
    Landssamband hestamanna     150     Töltkeppni í USA
    Sölusamtök ísl. hrossabænda     1.500     Markaðsstarf í Englandi
              5.550

1992     Félag hrossabænda     1.550     Markaðsstarf
    Þórarinn Jónsson o.fl.     900     Hestasölusýningarferð í USA
    Landssamband hestamanna     350     Unglingamót FEIF á Íslandi
              2.800

1993     Landssamband hestamanna     300     FEIF-samstarfsverkefni
    Félag hrossabænda     4.000     Markaðsstarf ásamt þátttöku í Equitana '93
    Jón Friðriksson     250     Frumsmíði innréttinga í hrossaflutningagám
    Ísan hf.     1.500     Sölumiðstöð hesta í Litáen
    Hestaíþróttasamband Íslands     750     Þátttaka í heimsmeistaramóti
              6.800

1994     Félag hrossabænda     3.500     Markaðsstarf
    Landssamband hestamanna     500     FEIF-samstarfsverkefni
    Eiðfaxi hf.     250     Útgáfa á erlendum tungumálum
              4.250

    Samtals á fimm árum     20.900