Ferill 356. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 356 . mál.


712. Svarfjármálaráðherra við fyrirspurn Sturlu Böðvarssonar um búnað fyrir heyrnartækjanotendur.

     1 .     Í hvaða byggingum ríkisins hefur verið komið upp tónmöskvabúnaði fyrir heyrnartækjanotendur?
    Tónmöskvabúnaður er búnaður sem auðveldar notendum heyrnartækja að heyra það sem fram fer í hljóðkerfum. Þessi búnaður breytir hljóðmerki frá hljóðkerfum í breytilegt segulsvið en flest ný heyrnartæki eru með innbyggðum móttakara fyrir slíkt segulsvið (T-stillingu). Einnig er hægt að nota sérstök móttökutæki og auðveldar það heyrnartækjanotendum að nema hljóð úr hljóðkerfum. Segulsviðið þarf að vera af ákveðnum styrk, nægum til að boð berist til heyrnartækjanna, en þó innan þeirra marka að ekki valdi truflunum í umhverfinu. Einnig er hægt að nota innrauða ljóskastara til að koma merkinu til skila og er hljóðið mun skýrara í slíku kerfi. Í innrauðu kerfi verður notandi að nota sérstakt móttökutæki og nýtist heyrnartækið ekki í því tilfelli. Tónmöskvabúnaður hefur almennt ekki verið settur upp í byggingum ríkisins, t.d. samkomusölum skóla. Nú eru slík kerfi þó almennt sett upp með hljóðkerfum í nýjum bygging um ríkisins og í þeim byggingum þar sem meiri háttar viðhald fer fram. Má þar nefna Þjóðleik húsið.

     2 .     Hversu mikill kostnaður er við að koma upp slíkum búnaði í dómsölum og samkomusölum í eigu ríkisins?
    Viðbótarkostnaður, þar sem verið er að setja upp nýtt hljóðkerfi, er á bilinu 50–100 þús. kr. Stærð á sölum ræður þar mestu um. Hvert móttökutæki kostar síðan um 17 þús. kr., en þeir not endur, sem hafa T-stillingu (telephone) á heyrnartækjum sínum, geta notað þau beint. Stofn kostnaður við kerfi með innrauðum kastara er mun meiri eða um 300 þús. kr. fyrir magnara og kastara en hvert móttökutæki er heldur ódýrara eða um 11 þús. kr.