Ferill 40. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 40 . mál.


750. Nefndarálit



um till. til þál. um varðveislu arfs og eigna húsmæðraskóla.

Frá menntamálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um tillöguna sem kveður á um að skipuð verði nefnd er kanni hvernig best megi varðveita arf gömlu húsmæðraskólanna í landinu.
    Í umfjöllun sinni studdist nefndin við umsagnir frá Kvenfélagasambandi Norður-Þingey inga, Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi, fjármálaráðuneyti, Sambandi íslenskra sveitarfé laga, Þjóðminjasafni Íslands, Sambandi vestfirskra kvenna, Árbæjarsafni, Sambandi sunn lenskra kvenna, Félagi íslenskra safnamanna, Menningar- og fræðslusambandi alþýðu, Kvenfé lagasambandi Íslands, Sambandi eyfirskra kvenna og Sambandi borgfirskra kvenna.
     Menntamálanefnd telur verðugt verkefni að kanna hvernig best megi varðveita muni þeirra húsmæðraskóla sem nú hafa verið lagðir niður. Tillagan hlaut jákvæðar undirtektir í framan greindum umsögnum og leggur nefndin til að hún verði samþykkt.
    Ólafur Þ. Þórðarson og Petrína Baldursdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 21. febr. 1995.



    Sigríður A. Þórðardóttir,     Valgerður Sverrisdóttir.     Árni Johnsen.
    form., frsm.          

    Svavar Gestsson.     Björn Bjarnason.     Tómas Ingi Olrich.

Kristín Ástgeirsdóttir.