Ferill 441. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 441 . mál.


754. Skýrsla



félagsmálaráðherra um framkvæmd laga nr. 19/1992, um starfsmenntun í atvinnulífinu.

(Lögð fyrir Alþingi á 118. löggjafarþingi 1994–95.)



    Í 2. mgr. 17. gr. laga nr. 19/1992, um starfsmenntun í atvinnulífinu, er ákvæði um að lög in skuli endurskoða eigi síðar en þremur árum eftir gildistöku þeirra. Lög nr. 19/1992 tóku gildi 15. maí 1992. Í samræmi við þetta ákvæði skipaði félagsmálaráðherra nefnd 25. októ ber 1994 til að endurskoða lögin um starfsmenntun í atvinnulífinu. Í nefndina voru skipuð:
     Fulltrúi Alþýðusambands Íslands:
         Halldór Grönvold, skrifstofustjóri ASÍ.
         Til vara:
         Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.
     Fulltrúi Bandalags starfsmanna ríkis og bæja:
         Sjöfn Ingólfsdóttir, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar.
         Til vara:
         Jón Júlíusson íþróttakennari.
     Fulltrúi menntamálaráðuneytis:
         Guðný Helgadóttir, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu.
         Til vara:
         Kristrún Ísaksdóttir, deildarsérfræðingur í menntamálaráðuneytinu.
     Fulltrúi Vinnumálasambandsins:
         Jón Rúnar Pálsson, lögfræðingur Vinnumálasambandsins.
         Til vara:
         Jóngeir H. Hlinason, framkvæmdastjóri Vinnumálasambandsins.
     Fulltrúi Vinnuveitendasambands Íslands:
         Bolli Árnason, rekstrartæknifræðingur VSÍ.
         Til vara:
         Jón H. Magnússon, lögfræðingur VSÍ.
    Fulltrúi félagsmálaráðherra í endurskoðunarnefndinni og jafnframt formaður var skipað ur Gylfi Kristinsson, deildarstjóri í félagsmálaráðuneytinu. Ráðherra skipaði Þorbjörgu I. Jónsdóttur, lögfræðing á vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins, til að vera ritari nefndarinnar. Hún var einnig varamaður fulltrúa félagsmálaráðherra.
    Endurskoðunarnefndin lauk yfirferð yfir lögin um starfsmenntun í atvinnulífinu og sendi ráðherra niðurstöðu sína í bréfi dags. 13. desember sl. Meginniðurstaða nefndarinnar er sú að ekki sé tilefni á þessu stigi til að gera breytingar á lögum nr. 19/1992.
    Í bréfinu frá 13. desember sl. gerir nefndin grein fyrir störfum sínum. Þar kemur fram að endurskoðunarnefndin hafi haldið fimm fundi. Á þeim hafi hún farið yfir öll ákvæði laga nr. 19/1992. Það er upplýst að hún hafi kynnti sér ítarleg drög að skýrslu starfsmenntaráðs fé lagsmálaráðuneytisins um starf þess árin 1992–94. Í drögunum er að finna upplýsingar um framkvæmd laganna og úthlutanir úr starfsmenntasjóði. Skýrsla starfsmenntaráðs félagsmálaráðuneytisins fylgir þessari skýrslu sem fylgiskjal.
    Það kemur fram í bréfi nefndarinnar að ekki séu nein sérstök vandamál varðandi fram kvæmd laga nr. 19/1992. Það er afstaða nefndarinnar að ekki sé tímabært að svo komnu máli að ganga frá endurskoðun laganna. Til þess vanti mikilvægar og nauðsynlegar for sendur. Á þeim tæpu þremur árum, sem liðið hafa frá gildistöku laganna, hefur enn ekki fengist nægileg reynsla af þeim. Þá er ýmsum mikilvægum spurningum og ábendingum um framtíðarskipan starfsmenntunar í atvinnulífinu ósvarað, ekki síst hvað varðar af stöðu stjórnvalda. Í ljósi þess sem að framan segir telur nefndin nauðsynlegt að jafn framt því að áfram verði unnið að mati á gildandi lögum og framkvæmd þeirra verði leit að eftir viðhorfum og svörum þeirra er málið varðar. Mikilvægt er að þessu starfi verði gefinn sá tími sem nauðsynlegur er til að sem bestur árangur náist.
    Samhliða framangreindu starfi telur nefndin koma til álita að vinnureglur og starfs hættir starfsmenntaráðs sem mótast hafa undanfarin missiri verði staðfest með setningu reglugerðar eins og kveðið er á um í lögunum. Þá hafi á fundum endurskoðunarnefnd arinnar komið fram ábendingar um minni háttar breytingar, en þó einkum um fram kvæmd laga um starfsmenntun í atvinnulífinu. Telur nefndin rétt að koma þessum ábend ingum á framfæri þannig að taka megi tillit til þeirra við framkvæmd laganna.
    Með bréfi nefndarinnar er fylgiskjal þar sem fram koma athugasemdir og ábending ar um það sem betur má fara í texta og við framkvæmd laganna. Þessar athugasemdir eru eftirfarandi:

Um 1. gr.
    Endurskoðunarnefndin fjallaði um d-, e-, og f-liði. Hún er sammála um að hyggja þurfi betur að stöðu þeirra sem eru utan vinnumarkaðarins vegna atvinnuleysis eða af öðrum ástæðum. Nefndin telur ekki nauðsynlegt að breyta ákvæðum stafliðanna. Hins vegar er hún þeirrar skoðunar að taka þurfi til athugunar stuðning hins opinbera við námskeið fyr ir atvinnulausa, sbr. skýrslu starfsmenntaráðs í fylgiskjali.

Um 3. gr.
    Í endurskoðunarnefndinni kom fram það sjónarmið að betur þurfi að greina á milli grunnstarfsmenntunar samkvæmt lögum nr. 19/1992 og grunnmenntunar samkvæmt frum varpi til laga um framhaldsskóla.

Um 5. gr.
    Fram kom það álit að lög nr. 19/1992 byggist á samstarfi þriggja aðila, þ.e. ríkisins, samtaka atvinnurekenda og samtaka launafólks. Andi laganna sé sá að þetta samstarf byggi á því að jafnræði ríki á milli þessara þriggja aðila. Þessa jafnræðis hafi ekki ver ið fyllilega gætt í 5. gr. gildandi laga þar sem hið opinbera eigi einungis einn fulltrúa á móti sex fulltrúum samtaka aðila vinnumarkaðarins.
    Endurskoðunarnefndin hefur rætt þessi viðhorf ítarlega og er sammála um að nauð synlegt sé að taka tillit til þeirra við endurskoðun laganna þegar þar að kemur. Það hljóti þó eðlilega að vera hluti af endurskoðun laganna í heild sinni. Í því sambandi telur nefnd in mikilvægt að stjórnvöld marki ákveðnari stefnu í starfsmenntun en nú er. Bent er á að markmið laga nr. 19/1992 hafi m.a. verið að samræma afskipti hins opinbera af starfs menntun í atvinnulífinu og marka fjármagni sem varið er til þessa sviðs ákveðinn far veg með stofnun starfsmenntasjóðs. Fullyrða má að frá því að lögin voru sett hafi mik ið vantað upp á að þessu markmiði væri fylgt nægilega fast eftir. Á síðustu missirum virðist svo í vaxandi mæli hafa verið vikið frá þessari stefnu með úthlutun opinberra að ila á styrkjum til starfsmenntunar, ýmist með beinum fjárveitingum á fjárlögum eða út hlutunum úr öðrum opinberum sjóðum en starfsmenntasjóði. Nefndin telur brýnt að tek ið verði sem fyrst á þessu máli að öðrum kosti er á því verulega hætta að ekki náist sú yfirsýn og samhæfing sem stefnt var að með gildistöku laga nr. 19/1992.
    Til að bæta að hluta úr þeim vanda sem getið er um hér að framan bendir nefndin á þann möguleika að félagsmálaráðherra ákveði að gefa menntamálaráðuneytinu færi á að tilnefna áheyrnarfulltrúa til setu í starfsmenntaráði með málfrelsi og tillögurétti.

Um 6. gr.
    Fram kom í endurskoðunarnefndinni varðandi 4. mgr. að ekki hafa enn verið settar reglur eða reglugerðir á grundvelli laganna. Ástæðan er m.a. sú að starfsmenntaráð hef ur viljað fá meiri reynslu af framkvæmd laganna áður en ráðist er í samningu reglna eða reglugerða.

Um 7. gr.
    Í gildandi lögum er kveðið á um skyldu starfsmenntaráðs til að safna saman upplýs ingum um starfsmenntun í landinu. Orðalag greinarinnar gefur til kynna að ráðið skuli safna upplýsingum um alla starfsmenntun sem í boði er. Þar af leiðandi vekur endur skoðunarnefndin á því athygli að takmarka beri þessa skyldu við upplýsingar um starfs menntun í atvinnulífinu eða menntun sem lögin taka til, sbr. 3. gr. gildandi laga.

Um 8. gr.
    Í 5. gr. gildandi laga um starfsmenntun í atvinnulífinu kemur fram að starfsmennta ráð skuli vera stjórnvöldum til ráðuneytis um stefnumótun og aðgerðir á sviði starfs menntunar. Þar af leiðandi er endurskoðunarnefndin þeirrar skoðunar að réttara sé að starfsmenntaráð undirbúi tillögur ráðherra um fjárþörf til starfsmenntasjóð í stað þess að ráðið sé umsagnaraðili um slíkar tillögur eins og gert er ráð fyrir í gildandi lögum.

Um 9. gr.
    Fram kom sú spurning hvort nauðsynlegt væri að taka fram í a-lið a að námsskrár gerð sé einnig styrkhæf. Eftir nokkrar umræður varð nefndin sammála um að orðalagið „undirbúningur náms“ væri það víðtækt að það taki einnig til námskrárgerðar.
    Rætt var um framkvæmd b-liðar, einkum það hvort starfsmenntaráð hafi sett sér ein hverjar reglur til að hafa til viðmiðunar varðandi eðlilega upphæð launa fyrir kennslu á námskeiðum sem starfsmenntasjóður styrkir. Fram kom að þetta hefur enn ekki verið gert. Starfsmenntaráð er um þessar mundir að vinna úr upplýsingum sem hafa fengist úr upp gjörum vegna fyrstu námskeiðanna sem starfsmenntasjóður styrkti á árinu 1992.
    Endurskoðunarnefndin fjallaði um orðalagið „ferða- og flutningskostnaður“ í grein inni. Við framkvæmd hefur þetta verið túlkað þannig að hér sé eingöngu um að ræða ferða- og flutningskostnað sem hlýst af því að halda námskeið á fleiri stöðum en ein um. Það tekur ekki til þess að greiða niður ferðakostnað þátttakenda. Nefndin er sam mála þessari túlkun og telur ekki ástæðu til að breyta orðalaginu.

Um 12. gr.
    Endurskoðunarnefndin fjallaði um framkvæmd starfsmenntaráðs á ákvæði greinar innar. Hún ræddi m.a. fyrirkomulag á greiðslu styrkja. Upplýst var að styrkir séu greidd ir í einu lagi fyrir fram. Starfsmenntaráð hefur reynt að halda öllum rekstrarkostnaði í lág marki og er talið að þetta fyrirkomulag sé hagkvæmast. Ráðið hafi hins vegar gengið ríkt eftir því að styrkir vegna námskeiða sem ekki hafi verið haldin séu endurgreiddir. Einnig að styrkþegi skili aftur mismuni sem sé á veittum styrk og raunverulegum kostnaði. Loks hafi starfsmenntaráð gengið ríkt eftir því að styrkþegar skili uppgjöri vegna námskeiða. Því var beint til starfsmenntaráðs að taka þetta fyrirkomulag til endurskoðunar vegna inn heimtuaðgerða hjá einum styrkþega og greiða styrki eftir framvindu viðfangsefnis.
    Rætt var um skýrslur um framkvæmd námskeiðanna, t.d. hvort fram komi mat á nám skeiði í skýrslu um það. Það sjónarmið kom enn fremur fram að þetta atriði ætti í raun heima í reglugerð.
    Þrátt fyrir framangreindar athugasemdir telur endurskoðunarnefndin ekki þörf á að breyta ákvæðum greinarinnar.
    Ekki komu fram frekari athugasemdir eða ábendingar á fundum endurskoðunarnefnd arinnar.
    Talið er rétt að gera Alþingi grein fyrir framangreindri niðurstöðu, sbr. 45. gr. þing skaparlaga nr. 55/1991.



Fylgiskjal.


Skýrsla starfsmenntaráðs félagsmála-


ráðuneytisins fyrir árin 1992–94.



Samantekt á efni skýrslunnar.
    Undanfarna áratugi hafa orðið miklar breytingar á atvinnulífinu í heiminum og margt bendir til þess að þær verði hraðari og byltingarkenndari en áður. Þessar breytingar hafa það í för með sér að öll störf og vinnuaðferðir munu breytast og miklar tilfærslur verða á vinnuafli á milli atvinnuvega, starfsgreina, verkefna og vinnustaða. Sjálfvirkni og vél væðing mun hafa það í för með sér að mörg störf munu annaðhvort taka miklum breyt ingum eða úreldast og ný störf taka við sem gera sífellt auknar kröfur til starfsfólks um endurmenntun.
    Þær gífurlegu breytingar, sem tæknivæðingin hefur á allt atvinnulíf á komandi árum, gera kröfu til þess að tilfærslur geti átt sér stað á vinnuafli milli verkefna og atvinnu greina með eðlilegum hætti en forsenda þess er að starfsfólki sé gert kleift að njóta end urmenntunar og starfsþjálfunar í miklu ríkari mæli en nú er.
    Næstu nágrannaþjóðir og helstu samkeppnislönd Íslendinga hafa brugðist við þess um breytingum með stórauknum framlögum til starfsmenntunar starfandi fólks í atvinnu lífinu. Aðildarríki OECD verja yfirleitt frá 0,5% og upp í 6,0% af vergri þjóðarfram leiðslu til aðgerða á vinnumarkaði sem m.a. hafa að markmiði aukna framleiðni með betri menntun og þjálfun starfsfólks í atvinnulífinu. Flest ríki verja um 2,0% af vergri þjóð arframleiðslu til þessara hluta og skiptist hún til helminga á milli þess sem kallað er virk ar og óvirkar aðgerðir í vinnumarkaðsmálum. Með óvirkum aðgerðum er átt við hvers konar bætur til atvinnulausra. Virkar aðgerðir fela meðal annars í sér aðgerðir í starfs menntunarmálum. Danir eiga met varðandi aðgerðir á vinnumarkaði. Þeir verja sem svar ar til tæplega 6,0% af vergri þjóðarframleiðslu til vinnumarkaðsmála en þess bera að geta að stór hluti þess fór í greiðslur atvinnuleysisbóta. Engu að síður hafa um 200.000 manns árlega tekið þátt í starfsmenntun sem naut að einhverju leyti stuðnings stjórnvalda vinnu markaðsmála í Danmörku.
    Íslendingar hafa staðið öðrum löndum langt að baki í þessum málum. Það var ekki fyrr en árið 1992 sem Alþingi afgreiddi lög nr. 19/1992, um starfsmenntun í atvinnulífinu. Með þeim lögum var þessum málum í fyrsta skipti markaður ákveðinn farvegur. Í 17. gr. laganna er kveðið á um að lögin skuli endurskoða innan þriggja ára frá gildistöku. Með hliðsjón af þessu ákvæði hefur starfsmenntaráð félagsmálaráðuneytisins tekið saman þessa skýrslu.
    Í fyrsta hluta skýrslunnar er gerð grein fyrir aðdragandanum að setningu laga um starfsmenntun í atvinnulífinu. Þar kemur fram að eftir athugun á fyrirkomulagi endur- og eftirmenntunar fólks, sem lokið hefur formlegri skólamenntun, hafa Íslendingar kosið að taka mið af sérstökum aðstæðum hér á landi og fara aðra og hagkvæmari leið en flest ar aðrar þjóðir. Í stað þess að stofna sérstakt skólakerfi til að sinna þessum þörfum hef ur verið byggt á frumkvæði og skipulagi sem þegar er til staðar. Á grundvelli laga um starfsmenntun í atvinnulífinu hefur verið skipað starfsmenntaráð sem hefur það hlutverk að úthluta styrkjum til starfsmenntunar og vera stjórnvöldum til ráðuneytis um stefnu mótun og aðgerðir á þessu sviði. Einnig hefur verið stofnaður starfsmenntasjóður sem fær árlega úthlutað fjármagni á fjárlögum.
    Að öðrum þræði fjallar skýrslan um reynsluna af lögum um starfsmenntun í atvinnu lífinu. Í henni er gerð grein fyrir framkvæmd laganna og vakin athygli á túlkun starfs menntaráðs á ýmsum ákvæðum þeirra.
    Í skýrslunni er gerð grein fyrir úthlutunum úr starfsmenntasjóði frá árinu 1992 til 1. nóvember 1994. Þar kemur fram að 59 aðilar hafa fengið úthlutað styrkjum vegna um 180 verkefna samtals að upphæð 141.920.900 kr.
    Lokaþáttur skýrslunnar hefur að geyma ábendingar um það sem betur má fara. Í hon um kemur fram að hlutfallslega fáar umsóknir eru frá aðilum sem bera hag þeirra ein staklinga á vinnumarkaði fyrir brjósti sem hafa litla formlega skólamenntun og takmark aða þjálfun til að takast á við sérhæfðari viðfangsefni. Í þessum þætti er einnig vakin at hygli á því að gera þurfi sérstakar ráðstafanir vegna þeirra sem eru tímabundið utan vinnumarkaðarins, einkum vegna atvinnuleysis.
    Á því er vakin athygli að markmið laga nr. 19/1992 hafi m.a. verið að samræma af skipti hins opinbera af starfsmenntun í atvinnulífinu og marka fjármagni, sem varið er til þessa sviðs, ákveðinn farveg með stofnun starfsmenntasjóðs. Á allra síðustu missirum hafi verið vikið frá þessari stefnu með úthlutun opinberra aðila á styrkjum til starfsmennt unar ýmist með beinum fjárveitingum á fjárlögum eða úthlutunum úr öðrum opinberum sjóðum en starfsmenntasjóði. Bent er á að brýnt sé að tekið verði sem fyrst á þessu máli að öðrum kosti er á því veruleg hætta að sú yfirsýn glatist sem tókst að fá yfir mála flokkinn með gildistöku laga nr. 19/1992.
    Í samræmi við 17. grein laga nr. 19/1992, um starfsmenntun í atvinnulífinu, skipaði félagsmálaráðherra nefnd, 25. október 1994, til að endurskoða lög um starfsmenntun í at vinnulífinu. Í niðurstöðum endurskoðunarnefndarinnar kemur fram að engin sérstök vandamál hafi komið upp í sambandi við framkvæmd laga nr. 19/1992. Jafnframt er á því vakin athygli að enn hafi ekki nægileg reynsla fengist af lögunum þar sem aðeins tæp þrjú ár eru liðin frá gildistöku þeirra. Meginniðurstaða nefndarinnar er sú að ekki sé á þessu stigi tilefni til að gera breytingar á lögunum um starfsmenntun í atvinnulífinu. Þá komu í starfi nefndarinnar fram ýmsar ábendingar um atriði sem mikilvægt er að hafa í huga við endurskoðun laganna þegar þar að kemur.

1. Inngangur.


    Vorið 1992 var samþykkt á Alþingi frumvarp til laga um starfsmenntun í atvinnulíf inu. Lögin, sem eru nr. 19/1992, tóku gildi í lok maí það ár. Lögin skapa forsendur til að bæta verkkunnáttu fólks í atvinnulífinu. Einnig er afskiptum stjórnvalda af þessu mik ilvæga sviði vinnumála markaður ákveðinn farvegur. Í þessari skýrslu er gerð grein fyr ir aðdragandann að lagasetningunni, skipan starfsmenntaráðs og farið yfir framkvæmd helstu ákvæða laganna. Í skýrslunni er enn fremur að finna yfirlit yfir úthlutanir úr starfs menntasjóði, hvernig þær skiptast eftir starfsgreinum og upplýsingar um fjölda sem hef ur tekið þátt í námskeiðum sem hafa verið styrkt af sjóðnum. Í niðurlagskaflanum eru ábendingar um það sem betur má fara bæði varðandi framkvæmd laganna og starfs menntun einstakra hópa.

2. Aðdragandi lagasetningarinnar.


    Þótt lögin um starfsmenntun í atvinnulífinu hafi ekki náð fram að ganga fyrr en vor ið 1992 má segja að afskipti félagsmálaráðuneytisins af þessu málefni hafi með vissum hætti hafist mun fyrr eða með skipun starfshóps árið 1983 sem fékk það verkefni að gera úttekt á áhrifum nýrrar tækni á íslenskt atvinnulíf. Hann skipuðu fulltrúar aðila vinnu markaðarins en ráðherra skipaði Ingvar Ásmundsson, skólastjóra Iðnskólans í Reykja vík, formann. Starfshópurinn skilaði áliti árið 1985. Í því kemur m.a. fram að aðlögun vinnumarkaðarins að nýrri tækni komi misjafnlega niður á starfsgreinum og einstökum störfum. Þess vegna þurfi að tryggja starfsmönnum eftirmenntun og þjálfun sem geri þeim kleift að laga sig að tæknibreytingum. 1
    Bæði niðurstaða starfshópsins og frumvarpið endurspegluðu alþjóðlega umræðu og strauma sem höfðu borist frá nágrannalöndunum um þetta efni. Álit alþjóðlegra stofn ana á sviði efnahags- og vinnumála var á einn veg. Hagur ríkja réðist af samkeppnis getu á alþjóðamarkaði. Mikil framleiðni væri lykillinn að samkeppnisgetunni. Afgerandi þáttur framleiðninnar væri verkkunnátta. Örari þróun tækninýjunga kallaði á skipulega endurmenntun vinnuaflsins. Helstu iðnríkin brugðust við þessum aðstæðum með mikilli fjárfestingu í stofnunum sem önnuðust það sem kallað var vinnumarkaðsmenntun og starfsþjálfun. Alþjóðavinnumálastofnunin lét málið til sín taka. Árið 1975 afgreiddi Al þjóðavinnumálaþingið samþykkt nr. 142, um starfsfræðslu og starfsþjálfun sem þætti í þróun vinnuafls. Ári áður hafði þingið afgreitt aðra alþjóðasamþykkt um launuð náms leyfi.
    Hinn 28. nóvember 1987 hélt félagsmálaráðuneytið fjölsótta ráðstefnu sem bar yfir skriftina: Starfsmenntun í atvinnulífinu. Þátttakendur urðu alls 230; atvinnurekendur og launafólk úr öllum starfsgreinum og alls staðar af landinu. Samtals voru haldin 17 er indi á ráðstefnunni þar sem þess var freistað að varpa ljósi á viðfangsefnið frá sem flest um hliðum. Erindin voru gefin út í bók. 2
    Ráðherra skipaði í framhaldi af ráðstefnunni vinnuhóp í lok janúar 1988 til að setja fram tillögur og valkosti um starfsmenntun í atvinnulífinu. Vinnuhópurinn vann ötullega að verkefni sínu og kynnti sér skipulag menntunar fyrir fólk á vinnumarkaði í öllum helstu nágrannalöndum okkar, kostum þess og göllum með það að markmiði að leita að leið sem hentaði íslenskum aðstæðum. Hann boðaði á sinn fund 35 aðila, einstaklinga og fulltrúa samtaka og stofnana, sem með einhverjum hætti fjölluðu um starfsmenntun.
    Kostir skipulegrar starfsmenntunar voru augljósir. Hún bætti verkkunnáttu starfs manna og árangur fyrirtækja varð betri. Vandinn var jafnaugljós. Í nálægum löndum var það víða einkenni að kerfin væru of dýr í rekstri. Þau voru gagnrýnd fyrir að staðna og taka ekki nægilega hratt mið af síbreytilegum aðstæðum í atvinnulífinu. Ýmsum fannst þau löguð að miklu atvinnuleysi, þ.e. að vera hönnuð til að drepa tímann fyrir atvinnu laust fólk. Vinnuhópurinn hafði því að ýmsu að hyggja. Við þetta bættust gagnrýnisradd ir þeirra sem gátu illa skilið hvers vegna félagsmálaráðuneytið væri að skipta sér af þessu — hér væri um að ræða menntamál sem heyrði til verksviðs menntamálaráðuneytisins.
    Í niðurstöðum vinnuhópsins, sem lagðar voru fyrir félagsmálaráðherra í febrúar 1989, er vakin athygli á því að djúpstæðar breytingar hafi orðið í atvinnulífinu í heiminum í kjölfar þjóðfélagsbreytinga og hraðfara tækniþróunar. Þess sé að vænta að þróunin verði hin sama eða enn örari í næstu framtíð og áhrifin verði víðtæk. Bent er á að við slíkar að stæður er forsenda þess að Íslendingar, eða hvaða önnur þjóð sem er, fái borgið efna hagslegu sjálfstæði sínu að þeir standi ekki öðrum að baki um menntun og þeim séu skapaðir möguleikar til að aðlagast breytingum. Fram kemur að hópurinn er sammála um að marka þurfi opinbera stefnu á þessu sviði, þ.e. að sett verði löggjöf þar sem fram komi markmið ríkisvaldsins og rammi um afskipti þess, einkum um fjárveitingar og aðra fyr irgreiðslu ríkisins, svo sem þjónustu ríkisstofnana við atvinnulífið, aðstoð við fyrirtæki, samtök og einstaklinga. 3
    Nánar er fjallað um hlutverk ríkisvaldsins. Það er talið felast fyrst og fremst í því að greiða fyrir starfsmenntun á atvinnumarkaði með beinum fjárframlögum og öðrum stuðn ingi, hafa eftirlit með nýtingu opinberra fjármuna í þessu sambandi, tryggja gæði starfs menntunar, gæta þess að þegnarnir séu jafnsettir til að njóta hennar óháð kynferði, bú setu, menntun eða fjárhag. Enn fremur að kanna menntunarþarfir og miðla upplýsing um. Loks að stuðla að samnýtingu náms- og kennslugagna og hvetja til starfsmenntun ar þegar fámenni eða aðstöðuleysi hindrar framkvæmd. Áhersla er lögð á að með lög gjöf verði hlúð að sjálfsprottnu framtaki fjölmargra aðila í starfsmenntunarmálum. Hóp urinn er þeirrar skoðunar að byggja ætti sem mest á frumkvæði sem hafi orðið til úti í at vinnulífinu. 4
    Áður er á það minnst að fram hafi komið raddir um að þessi starfsemi ætti að heyra undir menntamálaráðuneytið. Vinnuhópurinn fjallaði ítarlega um þennan þátt málsins. Þetta var m.a. borið undir sérfræðinga alþjóðavinnumálaskrifstofunnar í Genf og sam starfsráðuneyti félagsmálaráðuneytisins á öðrum Norðurlöndum. Öllum þessum aðilum bar saman um að til þess að árangur næðist væri mikilvægt að starfsemin væri í sem nán ustum tengslum við þróunina á vinnumarkaðinum. Reynsla annarra landa sýndi að ráðu neyti menntamála væru það ekki og þau væru mjög sein að bregðast við breyttum að stæðum. Öðru gegndi um ráðuneyti vinnumála sem hefðu það hlutverk að fylgjast með atvinnustigi og leita ráða til að draga úr atvinnuleysi og enn fremur að greiða fyrir til færslum vinnuafls frá hnignandi starfsgreinum til þeirra sem væru í vexti. Þessi rök mót uðu að verulegu leyti afstöðu félagsmálaráðuneytisins, sem ráðuneytis vinnumála, en fleira kom til.
    Ljóst var að ágreiningur var um hvar starfsmenntun í atvinnulífinu skyldi vistuð í Stjórnarráðinu. Í því skyni að freista þess að ná samstöðu um málið var stofnað til við ræðna milli félagsmálaráðuneytisins og menntamálaráðuneytisins. Sameiginleg niður staða varð sú að leggja til að sett yrði sérstök löggjöf um starfsmenntun í atvinnulífinu sem heyrði til verksviðs félagsmálaráðuneytisins og önnur um fullorðinsfræðslu sem heyrði til verksviðs menntamálaráðuneytisins. Þeir sem tóku þátt í viðræðunum færðu enn frekari rök fyrir þessari niðurstöðu. Bent var á að til starfsmenntunar í atvinnulífinu væri oft stofnað með ákvæðum í kjarasamningum aðila vinnumarkaðarins sem í sumum til vikum skuldbinda sig til að standa straum af hluta kostnaðar. Viðræðunefndin vakti at hygli á því að forsendur slíkra samningsákvæða væru breytingar á vinnumarkaðinum vegna tæknibreytinga eða af öðrum ástæðum. Hér væri því fyrst og fremst um vinnu markaðsmálefni að ræða þar sem forsenda árangurs væri sem mest áhrif aðila vinnu markaðarins á alla framkvæmd. 5
    Þrátt fyrir að embættismenn í ráðuneytum félagsmála og menntamála hafi komist að sameiginlegri niðurstöðu, sem félagsmálaráðherra kynnti í ríkisstjórn í byrjun mars 1989, heyrðust enn efasemdaraddir. Þær þögnuðu í apríl vegna þrýstings af hálfu Alþýðusam bands Íslands sem setti fram kröfu í tengslum við kjarasamninga sem fram fóru um þetta leyti. Þessi þrýstingur átti sér aðdraganda á 36. þingi ASÍ sem haldið var í nóvember 1988 en þar var samþykkt ályktun um að sett skyldi rammalöggjöf um starfsmenntun í atvinnulífinu sem allra fyrst í nánu samstarfi við verkalýðshreyfinguna. Þar yrði m.a. kveðið á um yfirumsjón félagsmálaráðuneytisins með starfsmenntun í landinu í sam vinnu við verkalýðshreyfinguna, atvinnurekendur, fræðslustofnanir og ráðuneyti. Í yfir lýsingu sem forsætisráðherra gaf þann 30. apríl 1989 er gefið loforð um að ríkisstjórn in beiti sér fyrir áframhaldandi uppbyggingu starfsmenntunar og stefnt verði að því að komið verði á samræmdu starfsmenntakerfi á vegum félagsmálaráðuneytisins. Þetta gekk eftir og skipaði félagsmálaráðherra 16. ágúst 1989 nefnd fimm manna til að semja ramma löggjöf um starfsmenntun í atvinnulífinu. Jafnframt var skipaður ráðgjafarhópur fulltrúa tíu félagasamtaka og stofnana sem skyldi vinna með nefndinni.
    Hin fjölmörgu erindi, sem flutt voru á ráðstefnu félagsmálaráðuneytisins, sem áður er getið, og undirbúningsvinna starfshópa á vegum ráðuneytisins, auðvelduðu frumvarps smíðina. Hægt var að ganga rösklega til verks og í ársbyrjun 1990 voru tilbúin frum varpsdrög. Skiptar skoðanir voru um einstök atriði og ekki náðist samstaða fyrr en í apríl þegar frumvarpið var lagt fyrir Alþingi. Ekki tókst að afgreiða frumvarpið vegna skyndi legrar andstöðu aðila sem áttu sæti í starfsfræðslunefnd fiskvinnslunnar. Í henni áttu sæti fulltrúar helstu hagsmunasamtaka í sjávarútvegi. Mjög gott samstarf hafði tekist á milli nefndarinnar og sjávarútvegsráðherra. Með atbeina ráðherra tókst að afla nefndinni um talsverðra fjármuna sem gerðu kleift að gera byltingu í fræðslumálum starfsfólks í fisk vinnslu. Starfsfræðslunefndin taldi sínum málum vel borgið í sjávarútvegsráðuneytinu og óttaðist skertan hlut yrði hún sett undir félagsmálaráðuneytið. Í því skyni að eyða tor tryggni og ná samstöðu var stofnað til fjölmargra funda með starfsfræðslunefndinni. Allt kom fyrir ekki og niðurstaðan kemur fram í 4. gr. laganna en þar er ákvæði um að starfs fræðsla í fiskvinnslu heyri undir sjávarútvegsráðherra.

3. Skipun starfsmenntaráðs.


    Alþingi samþykkti frumvarp til laga um starfsmenntun í atvinnulífinu 15. maí 1992. Í 5. gr. laganna er fjallað um verkefni starfsmenntaráðs en þau eru m.a. að úthluta styrkj um til starfsmenntunar og vera stjórnvöldum til ráðuneytis um stefnumótun og aðgerð ir á sviði starfsmenntunar í atvinnulífinu. Ráðið skal hafa samráð við og efla frumkvæði fræðslunefnda atvinnulífisins.
    Starfsmenntaráð var skipað í fyrsta skipti í ágúst 1992 til tveggja ára. Ráðið var skip að öðru sinni 9. september 1994 til tveggja ára. Á þessu tímabili hafa eftirtaldir setið í ráðinu:
     Fulltrúar Alþýðusambands Íslands:
              Guðmundur Gunnarsson og
              Halldór Grönvold.
              Til vara:
              Ingibjörg R. Guðmundsdóttir og
              Björn Grétar Sveinsson.
     Fulltrúi Bandalags starfsmanna ríkis og bæja:
              Sjöfn Ingólfsdóttir.
              Til vara:
              Jón Júlíusson.
     Fulltrúar Vinnumálasambandsins:
              Erling Aspelund (ágúst 1992 til ágúst 1993).
              Halldór Frímannsson (frá ágúst 1993).
              Til vara:
              Ingvar Stefánsson.
     Fulltrúar Vinnuveitendasambands Íslands:
              Bolli Árnason,
              Halldóra Rafnar (ágúst 1992 til september 1994).
              Ingi Bogi Bogason (frá september 1994).
              Til vara:
              Jón H. Magnússon og
              Ágúst H. Elíasson.
    Fulltrúi félagsmálaráðherra í starfsmenntaráði hefur verið Gylfi Kristinsson, deildar stjóri í félagsmálaráðuneytinu. Varamaður hans er Sesselja E. Árnadóttir, deildarsérfræð ingur í félagsmálaráðuneytinu.
    Starfsmaður starfsmenntaráðs á tímabilinu ágúst 1992 til mars 1994 var Sesselja Árna dóttir lögfræðingur. Við starfi hennar tók Þorbjörg I. Jónsdóttir lögfræðingur. Verkefni starfsmannsins eru að vinna úr umsóknum og fylgjast með skilum á upplýsingum um styrki sem hafa hlotið stuðning úr starfsmenntasjóði. Starfsmaður hefur einnig gegnt störf um ritara ráðsins.
    Fyrsta úthlutun úr starfsmenntasjóði var tímafrek. Samanlög upphæð umsókna var langt umfram það fjármagn sem var til úthlutunar. Þar af leiðandi þurfti starfsmennta ráð að setja sér reglur sem gerðu kleift að raða umsóknum á skynsamlegan hátt í for gangsröð. Nefna má nokkur atriði sem lögð voru til grundvallar í þessu sambandi. Áhersla var lögð á stuðning við skipulagningu og samningu á námsefni fyrir ný starfsmennta námskeið. Enn fremur stuðning til að endurskoða námsefni fyrir námskeið sem höfðu reynst vel.
    Starfsmenntaráð hefur varið verulegum tíma í að túlka ýmis ákvæði laganna. Gerð er grein fyrir niðurstöðu starfsmenntaráðs í 4. kafla, um framkvæmd laga nr. 19/1992.

4. Framkvæmd laga nr. 19/1992.


    Eins og áður hefur komið fram varði starfsmenntaráð í upphafi starfs síns nokkrum tíma í að túlka nokkur ákvæði laga nr. 19/1992, um starfsmenntun í atvinnulífinu.
    Í lögunum eru 17 greinar í fimm köflum. Fyrsti kaflinn ber yfirskriftina markmið og gildissvið. Í honum er að finna ákvæði um markmið starfsmenntunar í atvinnulífinu.
    Í 1. gr. er það m.a. skilgreint þannig að lögin eigi að stuðla að aukinni framleiðni, greiða fyrir tækninýjungum og framþróun í íslensku atvinnulífi. Einnig að greiða fyrir verkkunnáttu og auka hæfni starfsmanna til að mæta nýjum kröfum og breyttum aðstæð um. Í greininni segir enn fremur að tilgangur laganna sé að mæta þörfum starfshópa sem missa vinnu vegna breytinga í atvinnuháttum, fyrir endurmenntun og þjálfun til annarra starfa eftir aðstæðum á hverjum tíma. Nokkuð hefur reynt á þetta ákvæði síðustu miss irin. Félagasamtök og stofnanir sveitarfélaga hafa sótt um stuðning úr starfsmenntasjóði við námskeið sem einkum hafa verið ætluð atvinnulausum. Með tilliti til þessa ákvæð is taldi starfsmenntaráð sér skylt að leggja málefninu lið. Ljóst er að viðfangsefnið er mun stærra en starfsmenntasjóður ræður við. Á síðasta ári var þetta vandamál tekið til sérstakrar umfjöllunar af nefnd á vegum heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. Til laga hennar var að atvinnuleysistryggingasjóður legði til fjármagn til svonefndra grunn námskeiða fyrir atvinnulausa en starfsmenntaráð legði sérhæfðara námskeiðahaldi lið.
    Í 3. gr. er að finna skilgreiningar á hugtökum. Grunnstarfsmenntun er skilgreind sem grundvallarstarfsmenntun til ákveðinna starfa eða starfa í tiltekinni atvinnugrein í fram leiðslu og þjónustu. Til eftirmenntunar er talin endurnýjun fagkunnáttu og viðbótar menntun sem fólk stundar á sínu fagsviði.
    Kveðið er á um skipun félagsmálaráðherra á sjö mönnum í starfsmenntaráð til tveggja ára í II. kafla laganna. Þrír eru skipaðir samkvæmt tilnefningum samtaka atvinnurekanda og þrír af samtökum launafólks. Ráðherra skipar einn án tilnefningar. Starfsmenntaráð skiptir með sér verkum. Á fyrsta fundi var ákveðið að hinir þrír aðilar, sem eiga full trúa í ráðinu, þ.e. ríkisvaldið, samtök atvinnurekanda og samtök launafólks, skyldu skipt ast á að gegna starfi formanns. Í samræmi við það var fulltrúi ráðherra kosinn fyrsti for maður ráðsins til árs, síðan skyldi fulltrúi samtaka launafólks taka við og loks fulltrúi at vinnurekenda.
    Í III. kaflanum er fjallað um fjármál. Skv. 8. gr. laganna skal ráðstöfunarfé starfs menntaráðs ákveðið á fjárlögum og ráðstafað í sérstakan sjóð sem nefndur er starfs menntasjóður.
    9. gr. hefur að geyma ákvæði um styrkhæf tilvik. Hægt er að veita styrki vegna kostn aðar við undirbúning námskeiða, t.d. verkefnisstjórnun, náms- og kennslugagnagerð. Enn fremur vegna greiðslu kostnaðar við námskeiðahald, þar með talinn kostnað vegna kennsluaðstöðu eða kostnað vegna ferðalaga og flutninga. Starfsmenntaráð getur veitt styrki vegna annarra útgjalda samkvæmt eigin ákvörðun.
    Umtalsverður tími starfsmenntaráðs fór í umræður um það hvort styrkja bæri fræðslu aðila til tækjakaupa. Í því sambandi komu til álita ákvæði 9. gr., einkum a- og c-liðir. Niðurstaða ráðsins varð sú að telja að tækjakaup séu að öllu jöfnu ekki styrkhæf nema fyrir liggi að nauðsynlegur tækjabúnaður sé ekki tiltækur og útvegun tækjanna sé for senda fyrir framþróun í hlutaðeigandi starfsgrein. Þessu til viðbótar kom fram það álit að tækjabúnaðurinn verði að vera öllum tiltækur en í því felst að styrkir til tækjakaupa verða einungis veittir starfsmenntastofnunum, almannasamtökum eða opinberum aðilum þannig að samkeppnisstöðu fyrirtækja innbyrðis verði ekki raskað.
    Í 2. mgr. 9. gr. segir að það sé að öllu jöfnu forsenda styrkveitingar að tiltekinn hluti af beinum rekstrarkostnaði námskeiða sé borinn af þátttökugjöldum. Deilt var um túlk un á þessu ákvæði í starfsmenntaráði. Ákveðið var að þátttökugjöld skuli standa undir rekstri námskeiða. Hins vegar sé eðlilegt að taka tillit til kostnaðar sem stofnast vegna námskeiða sem haldin eru utan höfuðborgarsvæðisins. Enn fremur að taka beri tillit til þess þegar um er að ræða nýja aðila sem eru að byrja að vinna að starfsmenntun. Í því sambandi var bent á að rekstrarkostnaður þeirra sé oft meiri en hinna sem lengra eru komnir.
    Eitt þeirra atriða, sem starfshópar og nefndin, sem samdi frumvarp til laga um starfs menntun í atvinnulífinu, staldraði mest við, var framkvæmd starfsmenntunar. Í höndum hverra átti hún að vera? Félagsmálaráðuneytis eða menntamálaráðuneytis? Einkaaðila eða opinberra aðila? Átti að stefna að uppbyggingu sjálfstæðs starfsmenntunarkerfis að er lendri fyrirmynd? Leiðin sem valin var kemur fram í 10. gr. Þar segir að rétt til að sækja um styrki til starfsnáms eigi samtök atvinnurekenda og launafólks, einstök atvinnufyr irtæki, einkaaðilar og opinberir aðilar sem standa fyrir starfsmenntun í atvinnulífinu, starfsmenntaráð einstakra atvinnugreina og samstarfsverkefni tveggja eða fleiri framan greindra aðila.
    Upphaflega stóð til að láta hér staðar numið vegna þess að hugmyndin var sú að byggja sem mest á því frumkvæði sem ýmsir aðilar höfðu tekið, t.d. með stofnun Raf iðnaðarskólans, fræðslunefndar í málmiðnaði og síðar Prenttæknistofnunar. Þannig hef ur aldrei staðið til að starfsmenntaráð félagsmálaráðuneytisins standi sjálft að starfs menntun. Sama átti að gilda um skóla. Hugsunin var sú að samtök aðila vinnumarkað arins fengju stuðning til að stofna til starfsmenntunar. Þeir gætu síðan ákveðið hvort þeir sæju sjálfir um framkvæmdina eða leituðu til annarra, t.d. skóla. Með þessu yrði reynt að koma í veg fyrir fjárveitingu til viðfangsefna sem lítil eða engin raunveruleg þörf væri fyrir í atvinnulífinu.
    Athugasemdir komu fram við 10. gr. og tókst samstaða um að bæta við hana ákvæði um að skólar hefðu rétt til að sækja um styrki þegar um væri að ræða samstarf við áð urnefnda aðila einn eða fleiri.
    Umsóknir bárust um stuðning við skipulagningu námsbrauta í framhaldsskólum. Starfs menntaráð hafnaði slíkum umsóknum með þeim rökum að nám fyrir skólanemendur falli undir framhaldsskólana og menntamálaráðuneytið. Fara beri að ákvæðum hlutaðeigandi laga við ákvörðun um fjárveitingu til viðfangsefna sem falla innan ramma opinbera skóla kerfisins.
    Í V. kafla laganna eru ýmis ákvæði. Þar er m.a. að finna ákvæði um upplýsingaskyldu í 12. gr. Í 13. gr. er kveðið á um að aðilar sem hafa fengið stuðning samkvæmt lögun um skuli senda félagsmálaráðuneytinu eintak af kennslugögnum sem samin hafa verið. Áskilinn er réttur til að ráðstafa þessum gögnum til frekari notkunar samkvæmt tillög um starfsmenntaráðs í samráði við höfundarréttarhafa. Enn fremur eru í lögunum ákvæði um skýrslugerð um nám sem hefur verið styrkt. Einnig um mat á því til námseininga í hinu almenna skólakerfi.
    Samkvæmt 15. gr. laga um starfsmenntun í atvinnulífinu skal félagsmálaráðuneytið halda skýrslu yfir það nám sem styrkt er samkvæmt lögunum og veita upplýsingar um starfsmenntun sem er í boði. Einnig skal ráðuneytið veita upplýsingar um þau náms- og kennslugögn sem það hefur til ráðstöfunar, sbr. 13. gr. laganna.
    Á grundvelli 13. gr. var haustið 1992 hannaður gagnagrunnur fyrir starfsmenntaráð. Hann hefur að geyma upplýsingar um öll námskeið sem hafa fengið stuðning úr starfs menntasjóði. Með aðstoð hans verður hægt að fá ýmsar hagnýtar upplýsingar, t.d. um skiptingu fjárveitinga starfsmenntasjóðs til einstakra greina, hver sé fjöldi þeirra sem hafi tekið þátt í námskeiðum styrkt af sjóðnum o.s.frv. Þetta tölvutæka gagnasafn gerir starfs menntaráði kleift að hafa yfirsýn yfir þetta svið og kemur í veg fyrir að verið sé að styrkja fleiri aðila til að vinna sama verkið.
    Þann 4. nóvember 1993 átti starfsmenntaráð frumkvæði að því að kalla saman til fund ar fulltrúa þeirra ráðuneyta og samtaka sem einkum hefðu hagsmuna að gæta varðandi menntun í umönnunargreinum. Var þá einkum verið að horfa til starfsmenntunar fyrir þau störf þar sem framboð á starfsmenntun, hvort heldur í skólakerfinu eða í atvinnulífinu, er lítið eða ekkert.
    Helsta ástæða þessa frumkvæðis starfsmenntaráðs var sá mikli fjöldi umsókna sem ráð inu hafði borist frá ýmsum aðilum um stuðning við uppbyggingu, námsgagnagerð og námskeiðahald vegna grundvallarmenntunar fyrir starfsfólk í umönnunargreinum.
    Í fundarboði ráðsins vegna áðurnefnds fundar 4. nóvember 1993 segir meðal annars að það sé mat starfsmenntaráðs að mikla nauðsyn beri til að taka á fræðslumálum starfs fólks í umönnunargreinum af röggsemi. Hér sé um umfangsmikla starfsemi að ræða sem verði stöðugt mikilvægari þáttur í félags- og heilbrigðisþjónustu, en þar vinni mikill fjöldi fólks sem litla eða enga kosti hafi átt á að sækja sér viðurkennda fagmenntun við hæfi. Það verkefni sem nú liggi fyrir virðist einkum felast í því að skilgreina hvaða hóp/hópa sé eðlilegt að að fella undir hugtakið umönnunarstörf, hvað þeir eigi sameiginlegt og hvað skilji á milli í faglegu tilliti. Þá þurfi að skilgreina þekkingar- og hæfniskröfur sem eðli legt sé að gera til hvers hóps fyrir sig og hvernig skynsamlegt væri að byggja upp nám ið og standa að því. Mikilvægt sé að þeir aðilar sem málið varði mest, þ.e. atvinnurek endur og fulltrúar launafólks, taki sem virkastan þátt í þessu starfi og móti sameiginlega þá stefnu sem tekin verði.
    Það er skemmst frá því að segja að eftir rólega byrjun tókst mjög gott samstarf milli þeirra aðila sem málefni starfsfólks, sem hafði litla eða enga fagmenntun, varðaði mestu. Það samstarf leiddi síðan til þess að á haustmánuðum 1994 skilaði vinnuhópur aðila af sér fyrstu tillögum um samræmt grunnnám fyrir starfsfólk í nokkrum greinum umönn unargeirans. Þá liggur fyrir ákvörðun um áframhaldandi samstarf á þessum vettvangi, bæði hvað varðar grunnfræðsluna og frekari uppbyggingu náms á þeim grunni.
    Í þessu starfi hefur verið byggt á eftirfarandi grundvallarsjónarmiðum um starfið: Sam ræming er bæði rétt og nauðsynleg upp að ákveðnu marki, en jafnframt er mikilvægt að halda ákveðnum sveigjanleika þannig að hægt sé að taka tillit til ýmissa séraðstæðna. Þegar upp er staðið skipti mestu fyrir þá sem sæktu námskeiðin, þátttakendurna, og þá sem njóta eiga starfa þeirra að námið (og sú þekking sem það veitti) sé jafngilt.
    Þeir aðilar sem tekið hafa þátt í þessu samstarfi eru frá Starfsmannafélaginu Sókn, starfsmenntaráði, Alþýðusambandi Íslands, félagsmálaráðuneytinu, heilbrigðis- og trygg ingamálaráðuneytinu, Menningar- og fræðslusambandi alþýðu, Starfsmannafélagi ríkis stofnana, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og menntamálaráðuneytinu.
    Að lokum má geta þess að innan starfsmenntaráðs hefur verið rætt um að hafa frum kvæði að sambærilegu samstarfi um uppbyggingu grundvallarstarfsnáms innan matvæla geirans og vegna starfa tengdum ferðaþjónustu.

5. Úthlutanir úr starfsmenntasjóði.


    Á fjárlögum ársins 1988 var í fyrsta skipti gert ráð fyrir fjármagni til starfsmenntun ar í atvinnulífinu. Það ár hafði félagsmálaráðuneytið 9 millj. kr. til þessa viðfangsefnis. Árið 1989 hækkaði upphæðin í rúmar 12 millj. kr.
    Alþingi afgreiddi frumvarp til laga um starfsmenntun í atvinnulífinu í maí 1992. Á fjárlögum þess árs voru ætlaðar 48 millj. kr. til starfsmenntunarsjóðs. Þessi upphæð hef ur verið óbreytt og samkvæmt frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1995 er gert ráð fyrir sömu upphæð (sjá mynd 1).























    Eftirspurn eftir stuðningi úr starfsmenntasjóði hefur verið mjög mikil. Benda má á að þegar fyrst var auglýst eftir umsóknum um stuðning úr sjóðnum bárust umsóknir frá 44 aðilum um stuðning við 75 verkefni. Sótt var um stuðning að upphæð tæplega 100 millj. kr. Við aukaúthlutun á árinu 1994 bárust 46 umsóknir vegna 79 verkefna, samtals að upp hæð kr. 96 millj. kr. en til úthlutunar voru tæplega 19 millj. kr. (sjá nánar mynd 1).
    Frá því lögin um starfsmenntun í atvinnulífinu tóku gildi hefur fimm sinnum verið út hlutað úr starfsmenntasjóði. Einu sinni á árinu 1992 og tvisvar á árunum 1993 og 1994. Á fyrsta starfsári laganna var úthlutað styrkjum til 19 aðila. Á árinu 1993 voru veittir styrkir til 34 aðila vegna 48 verkefna. Á þessu ári hafa 34 aðilar fengið stuðning við sam tals 90 verkefni. Rétt er að benda á í þessu sambandi að miðað er við þau verkefni sem styrkt hafa verið af starfsmenntasjóði. Í mörgum tilvikum felur hvert verkefni í sér nám skeiðahald þar sem rekin eru regluleg námskeið allt árið um kring þannig að þessi tala gefur ekki rétta mynd af því hvað starfsmenntasjóður hefur styrkt rekstur margra nám skeiða.
    Skipting úthlutana eftir starfsgreinum kemur fram í eftirfarandi töflu. Skiptingin bygg ist á upplýsingum sem koma fram í styrkumsóknum og áætlunum styrkþega um hverjir komi til með að nýta sér þá starfsmenntun sem þeir bjóða upp á. Í sumum tilvikum er ekki gert ráð fyrir að áætlaður markhópur umsækjanda komi úr neinni ákveðinni starfs grein. Í þeim tilvikum er styrkupphæðin flokkuð undir liðinn; ýmsar starfsgreinar.

Styrkir starfsmenntasjóðs skiptast á eftirfarandi hátt milli starfsgreina.



    Arkitektar          115.000
    Atvinnulausir          7.010.000
    Bílgreinamenn          6.172.500
    Bygginga- og tréiðnaðarmenn          8.885.000
    Flugvirkjar          1.000.000
    Fótaaðgerðafræðingar          400.000
    Hársnyrtifólk          1.650.000
    Hjúkrunarfræðingar          185.000
    Húsgagnabólstrarar          682.500
    Iðnverkafólk          12.427.880
    Málmiðnaðarmenn          8.212.500
    Múrarar               1.192.500
    Leiðsögumenn          1.412.000
    Prentsmiðir          6.522.000
    Rafiðnaðarmenn          9.181.250
    Safnafólk          1.200.000
    Sérhæft starfsfólk í matvælaiðnaði          2.965.000
    Skipstjórnarmenn          1.050.000
    Ófaglært starfsfólk í ferðaþjónustu          4.955.000
    Ófaglært starfsfólk í sjávarútvegi          1.000.000
    Starfsfólk hótel- og veitingahúsa          12.942.200
    Ófaglært starfsfólk við umönnun          22.333.551     *
    Verkafólk          10.890.000
    Verslunar- og skrifstofufólk          13.201.500
    Vélstjórar          2.974.000
    Ýmsar starfsgreinar          6.777.500
    Samtals               140.969.780

* Stærstu framlög vegna námskeiða fyrir ófaglærða hafa verið vegna námskeiða fyrir starfsfólk í umönnunarstörfum. Þátttakendur í þeim námskeiðum hafa aðallega komið frá stofnunum ríkis og sveitarfélaga, en einnig hefur verið veittur styrkur til undirbúnings starfsmenntunar fyrir dagmæður.

    Upplýsingar um hvernig námskeið, sem starfsmenntasjóður hefur styrkt, hafa nýst þátt takendum námskeiðanna liggja ekki fyrir. Hins vegar hafa umsjónarmenn námskeiða, sem fengu úthlutað styrkjum 1992, skilað uppgjöri með upplýsingum um m.a. þátttakenda fjölda, aldursdreifingu og hvar á landinu námskeið hafa verið haldin. Einnig liggja fyr ir lýsingar á námskeiðunum í þeim umsóknum sem borist hafa sjóðnum og þá í nokkrum tilvikum hvort þátttaka í viðkomandi námskeiði komi til með að bæta launakjör þátttak enda.
    Samkvæmt upplýsingum frá þeim aðilum, sem hafa staðið fyrir starfsmenntun fyrir stærstu hópana af ófaglærðu starfsfólki á vinnumarkaði, hafa þeir ekki kannað hvernig námskeiðin nýtast fólki við atvinnuleit eða til að skapa aukna tekjumöguleika. Umsjón armenn námskeiða hafa fyrst og fremst aflað upplýsinga um á hvern hátt gæði og gagn semi námskeiðs hafa verið metin af þátttakendum, viðkomandi atvinnurekendum og öðr um hagsmunaaðilum.
    Að sögn námskeiðshaldara hefur árangur af þátttöku starfsmanna í námskeiðum, sem styrkt hafa verið af starfsmenntasjóði, almennt verið talinn mjög góður og skilað sér með al annars í auknum afköstum og bættu vinnuumhverfi á vinnustað. Vegna kostnaðar og vinnu við söfnun og úrvinnslu upplýsinga hefur ekki verið unnið að greiningu á nýtingu námskeiðanna að öðru leyti.
    Ekki liggur fyrir hvað margir aðilar hafa sótt þau námskeið sem styrkt hafa verið af starfmenntasjóði. Uppgjörum hefur verið skilað vegna þeirra námskeiða sem lokið er, en mörg námskeið eru enn í gangi, auk þess sem styrkveiting hefur í nokkrum tilvikum ein göngu verið vegna námsefnisgerðar og erfitt er að segja til um hvað námsefnið komi til með að nýtast mörgum aðilum.
    Ef litið er til þess þátttakendafjölda sem gefinn er upp í styrkumsóknum og einnig tek ið tillit til þeirra skýrslna sem borist hafa starfsmenntaráði um framkvæmd námskeiða má lauslega áætla að starfsmenntasjóður hafi styrkt námskeið og námsefnisgerð sem nýtist um það bil 10.640 aðilum, sbr. fskj. 1, sem hefur að geyma yfirlit yfir þau verkefni sem styrkt hafa verið. Yfirlit yfir menntun þátttakenda í námskeiðum sem styrkt hafa verið af starfsmenntasjóði, sbr. mynd 2, byggist á upplýsingum í styrkumsóknum.























6. Ábendingar um það sem betur má fara.


    Eitt af markmiðum starfsmenntunarlaganna er að bæta stöðu fólks á vinnumarkaði og fólks sem er tímabundið utan hans til að afla sér starfsmenntunar, einkum þeirra sem hafa notið lítillar eða engrar starfsmenntunar. Þetta markmið á sér skýringu. Þegar unnið var að undirbúningi laganna kom fram að víða erlendis höfðu tækifæri einstaklinga til að nýta sér starfsmenntun verið könnuð. Í ljós kom að því lengri sem formleg skólaganga fólks er þeim mun meiri starfsmenntunar nýtur það síðar á ævinni. Framboð starfsmenntunar virtist frekar sniðið að þörfum langskólagengins fólks en hinna sem höfðu styttra nám að baki. Sama á við hér á landi. Hlutfallslega hafa starfsmenntaráði borist fáar umsóknir vegna námskeiða sem stefna að því að fjölga tækifærum ófaglærða fólksins til að afla sér sérmenntunar.
     Hér að framan kom fram að starfsmenntaráði hafa borist nokkrar umsóknir um stuðn ing úr starfsmenntasjóði við námskeið sem einkum hafa verið ætluð atvinnulausu fólki. Það var ljóst að hér var um að ræða mjög umfangsmikið viðfangsefni sem yrði fjármun um starfsmenntasjóðs ofviða. Þar af leiðandi varð niðurstaðan sú að Atvinnuleysistrygg ingasjóður styrkti svonefnd grunnnámskeið fyrir atvinnulausa en starfsmenntaráðið legði sérhæfðara námskeiðahaldi lið. Þess má geta að Atvinnuleysistryggingasjóður hefur að undanförnu styrkt námskeiðahald fyrir atvinnulausa. Umfangsmesta námskeiðahaldið hef ur verið á vegum Menningar- og fræðslusambands alþýðu (MFA). Á árinu 1993 veitti At vinnuleysistryggingasjóður MFA styrk að upphæð 14,5 millj. kr. vegna námskeiða fyr ir atvinnulausa. Á árinu 1994 (31. mars sl.) hefur MFA samtals fengið 10,5 millj. kr. frá Atvinnuleysistryggingasjóði vegna námskeiða fyrir atvinnulausa.
    Þótt starfsmenntaráð hafi talið framangreinda niðurstöðu heppilega við þáverandi að stæður er það þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé að taka þetta málefni til endurskoðun ar. Ráðið er þeirrar skoðunar að fjármunir til námskeiðahalds, sem stefni að markmið um 1. gr. laga nr. 19/1992, eigi að fara um starfsmenntasjóð. Að öðrum kosti er hætt við að upp komi svipað ástand og fyrir gildistöku laganna, þ.e. að margir aðilar séu að styrkja það sama og heildaryfirsýnin yfir þetta mikilvæga svið glatist.
    Einnig hefur borið á því að á seinni árum hefur umtalsverðu fjármagni verið veitt til eyrnamerktra sérverkefna á sviði vinnumála. Þannig hafa á fjárlögum verið fjárlagalið ir sem sérstaklega hafa verið ætlaðir til að bæta stöðu kvenna á vinnumarkaðinum. Nefna má 15 millj. kr. árlegt framlag frá árinu 1991 til atvinnumála kvenna og 60 millj. kr. framlag úr ríkissjóði árið 1993 til atvinnuskapandi verkefna fyrir konur. Hluta af þessu fjármagni hefur verið varið til námskeiðahalds og er það álit starfsmenntaráðs að æski legt sé að slíkar fjárveitingar fari um starfsmenntasjóð.

7. Endurskoðun laga um starfsmenntun í atvinnulífinu.


    Í samræmi við 17. grein laga nr. 19/1992, um starfsmenntun í atvinnulífinu, skipaði félagsmálaráðherra nefnd, 25. október 1994, til að endurskoða lög um starfsmenntun í at vinnulífinu. Niðurstöður endurskoðunarnefndarinnar koma fram í bréfi til félagsmála ráðherra, dagsettu þann 13. desember 1994. Þar segir meðal annars:
    „Í starfi nefndarinnar hefur fram komið að engin sérstök vandamál eru varðandi fram kvæmd laga nr. 19/1992. Það er afstaða nefndarinnar að ekki sé tímabært að svo komnu máli að ganga frá endurskoðun laganna. Til þess vantar mikilvægar og nauðsynlegar for sendur. Á þeim tæpu þrem árum sem liðið hafa frá gildistöku laganna hefur enn ekki fengist nægileg reynsla af þeim. Þá er ýmsum mikilvægum spurningum og ábendingum varðandi framtíðarskipan starfsmenntunar í atvinnulífinu ósvarað, ekki síst hvað varðar afstöðu stjórnvalda í þeim efnum. Í ljósi þess sem að framan segir telur nefndin nauð synlegt að jafnframt því sem áfram verði unnið að mati á núgildandi lögum og fram kvæmd þeirra verði leitað eftir viðhorfum og svörum þeirra er málið varðar til þessara mála. Nauðsynlegt er að þessu starfi verði gefinn sá tími sem nauðsynlegur er til að sem bestur árangur náist.
    Samhliða ofangreindu starfi kemur til álita að vinnureglur og starfshættir starfs menntaráðs sem mótast hafa undanfarin missiri verði staðfest með setningu reglugerð ar eins og kveðið er á um í lögunum. Þá hafa á fundum endurskoðunarnefndarinnar kom ið fram ábendingar um minni háttar breytingar, en þó einkum um framkvæmd laga um starfsmenntun í atvinnulífinu. Telur nefndin rétt að koma þessum ábendingum á fram færi þannig að taka megi tillit til þeirra við framkvæmd laganna.
    Meginniðurstaða nefndarinnar er sú að ekki sé tilefni á þess stigi til að gera breyt ingar á lögunum.“
    Starfsmenntaráð lýsir sig sammála þessari niðurstöðu, enda er hún í fullu samræmi við álit ráðsins. Í þeirri undirbúningsvinnu undir endurskoðun laga um starfsmenntun í at vinnulífinu, sem fram þarf að fara, telur ráðið að meðal annars þurfi að huga sérstak lega að eftirfarandi þáttum:
a.     Hafa stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins mótað sér ákveðnar skoðanir á því hvern ig þeir vilja að starfsmenntun í atvinnulífinu þróist á næstu árum og hafa þessir aðilar, eða eru þessir aðilar tilbúnir til að þróa áfram þá stefnumótun og viðhorf sameiginlega? Hvaða lærdóma má í þessu sambandi þegar draga af reynslunni af núgildandi lögum og hvar er nauðsynlegt að afla frekari upplýsinga og reynslu og þá hvernig?
b.     Hvaða þróun hefur verið að eiga sér stað undanfarin missiri og hvaða þróun er nú í gangi hvað varðar starfsmenntun í atvinnulífinu, eins og það hugtak hefur verið skil greint, á vettvangi Evrópu og annarsstaðar sem við viljum taka mið af? Hver er líkleg þróun í þeim efnum á næstu árum? Og þá jafnframt, hvaða almennu skuldbindingar, ef einhverjar, hafa Íslendingar tekið á sig í þessum efnum á alþjóðlegum vettvangi og hvað er líklegt að gerist í þeim efnum í náinni framtíð?
c.     Hvaða fjármagni er nauðsynlegt að verja til starfsmenntunar í atvinnulífinu á næstu árum; hvaðan á það að koma og eftir hvaða brautum á að beina því?
    Hér skiptir miklu máli að stjórnvöld svari því hvort þau telja starfsmenntasjóð og starf starfsmenntaráðs vera eðlilegan farveg fyrir opinbera fjármuni til starfsmenntunar í at vinnulífinu og hvort þau eru þá tilbúin til að sýna það í reynd frekar en nú er gert. Ef ekki. Þá af hverju ekki?
d.     Eru samtök fiskvinnslunnar (og í sjávarútvegi) tilbúin til að endurskoða afstöðu sína frá því lögin um starfsmenntun í atvinnulífinu voru sett? Ef ekki. Af hverju ekki?
    Þau atriði sem hér hafa verið nefnd, ásamt mörgum fleirum, hljóta að skipta miklu fyr ir endurskoðun laga um starfsmenntun í atvinnulífinu.

     Heimildir:
  1     Félagsmálaráðuneytið, Áhrif nýrrar tækni, fjölrit, Reykjavík 1985.
  2     Félagsmálaráðuneytið, Áhrif nýrrar tækni, erindi flutt á ráðstefnu Borgartúni 6 28. nóvember 1987, fjölrit mars 1988.
  3     Starfsmenntun í atvinnulífinu, álitsgerð vinnuhóps sem falið var að gera tillögur um skipulag starfsmenntunar, óútgefið fjölrit, félagsmálaráðuneytið febrúar 1989.
  4     Starfsmenntun í atvinnulífinu, álitsgerð, félagsmálaráðuneytið febrúar 1989.
5     Niðurstaðan úr viðræðum félagsmálaráðuneytisins og menntamálaráðuneytisins kemur fram í minnisblaði dags. 23. febrúar 1989. Það er birt sem fylgiskjal með frumvarpi til laga um starfs menntun í atvinnulífinu sem fyrst var lagt fyrir Alþingi á 112. löggjafarþingi árið 1990.


Fskj. 1.

Yfirlit yfir úthlutanir úr starfsmenntasjóði 1992–94.



Arkitektafélag Íslands.
    Veittur styrkur 1993, alls 115.000 kr., fyrir námskeið um byggingarlist og skipulag á Íslandi. Gert er ráð fyrir 25 kennslustunda námskeiði fyrir 10–15 þátttakendur.

Bílgreinasambandið.
    Veittur styrkur 1994, alls 590.000 kr., fyrir námskeið vegna faggildingar á endur skoðunarverkstæðum . Gert er ráð fyrir 12 klukkustunda námskeiði fyrir 70 þátttakend ur á árinu.     
    
Bréfaskólinn og Framhaldsskóli Vestfjarða.
    Veittur styrkur 1992, alls 900.000 kr., til að útbúa námsgögn og skipuleggja verk lega kennslu fyrir námskeið í vélavörslu með fjarkennslusniði. Þátttakendur voru alls 55.
    Veittur styrkur 1993, alls 400.000 kr., fyrir námgagnagerð um tölvubókhald. Áætl að að kennslubréfin nýtist 20 nemendum á ári.

Eftirmenntun bílgreina.
    Veittur styrkur 1992, alls 1.200.000 kr., til framleiðslu námskeiðsins Umhverfisvernd í bílgreininni. Þátttakendafjöldi liggur ekki fyrir.
    Veittur styrkur 1993, alls 2.382.500 kr., vegna tveggja námskeiða: a) Umgengni við smur- og kælikerfi farartækja (16 kennslustundir) b) Meðferð og sala hjólbarða (20 kennslustundir). Áætlað er að allt að 1.000 manns geti nýtt sér þessi námskeið.
    Veittur styrkur 1994, alls 2.000.000 kr. vegna námskeiðanna: a) Grunnnámskeið um plastviðgerðir (16 klukkustundir), b) Námskeið um afgreiðslu varahluta (18 klukku stundir), c) Námskeið um sölu bíla (36 klukkustundir), og til kaupa á raftæknibúnaði vegna eftirmenntunarnámskeiða; rafeindatækni 1 og 2. Áætlað er að um það bil 920 að ilar sæki þessi námskeið.
    
Endurmenntunarráð bygginga- og tréiðnaðarmanna.
    Veittur styrkur 1992, alls 2.900.000 kr., vegna sex námskeiða: a) Staðbyggð timbur hús , b) Innanhúss vegg- og loftklæðningar, c) Viðgerðir á steyptum húsum, d) Endur bygging og viðhald timburhúsa , e) Plaströrasuða, f) Málningarefnisfræði.
    Veittur styrkur 1993, alls 825.000 kr., vegna tveggja námskeiða: a) Innréttingasmíði (20 kennslustundir), b) Tilboðsgerð og verksamningar í byggingariðnaði (20 kennslu stundir). Áætlað er að námskeiðin muni sækja 12–15 þátttakendur í hvert sinn.

Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands.
    Veittur styrkur 1993, alls 1.000.000 kr., til undirbúnings náms í sjávarútvegsfræð um .

Farskóli Vestfjarða.
    Veittur styrkur 1993, alls 500.000 kr., vegna 9 mánaða námskeiðs fyrir leiðsögumenn. Áætlað er að þátttakendur verði 15.

Ferðamálasamtök Vestfjarða.
    Veittur styrkur 1994, alls 645.000 kr., fyrir námskeið um markaðssetningu ferðaþjón ustu á Vestfjörðum . Gert er ráð fyrir 20 kennslustunda námskeiði og að þátttakendur verði alls 30.
    
Félag fótaaðgerðafræðinga.
    Veittur styrkur 1993, alls 200.000 kr., vegna námskeiðs í hlífðarmeðferð (32 kennslu stundir). Áætlaður þátttakendafjöldi er 8–12 manns.
    Veittur styrkur 1994, alls 200.000 kr., vegna námskeiðs í hlífðarmeðferð (130 kennslu stundir). Áætlaður þátttakendafjöldi er 8–12 manns.

Félag íslenskra kjötiðnaðarmanna.
    Veittur styrkur 1994, alls 595.000 kr., vegna námskeiðs um hjálparefni í kjötiðnaði (12 kennslustundir). Þátttakendur verða alls 40.

Flugvirkjafélag Íslands.
    Veittur styrkur 1994, alls 1.000.000 kr., vegna skipulags starfsnáms fyrir flugvirkja (180 stundir). Áætlaður fjöldi þátttakenda er 60–70.

Fræðslunefnd félagsmálaráðuneytisins í samstarfi við Starfsmannafélag ríkisstofnana.
    Veittur styrkur 1993, alls 1.400.000 kr., vegna námskeiðs fyrir meðferðarfulltrúa. Áætlaður þátttakendafjöldi er 325 manns.
    Veittur styrkur 1994, alls 1.922.476 kr., vegna tveggja námskeiða: a) Tvö grunnnám skeið; starfsnám fyrir uppeldis- og meðferðarfulltrúa (160 kennslustundir), b) Fram haldsnámskeið fyrir uppeldis og meðferðarfulltrúa (160 kennslustundir). Áætlaður þátt takendafjöldi er 90 manns.
    Veittur styrkur 1994, alls 3.200.000 kr., vegna starfsnáms fyrir uppeldis- og með ferðarfulltrúa og starfsfólk í líkum störfum (160 kennslustundir). Áætlaður fjöldi þátt takenda er alls 150–180.

Fræðsluráð byggingariðnaðarins.
    Veittur styrkur 1993, alls 1.387.500 kr., vegna þriggja námskeiða: a) Notkun akrýl-lakka (20 kennslustundir), b) Gasflæðilagnir og loftkerfi I og II (40 kennslustundir), c) Greining steypuskemmda og mat á viðgerðum (20 kennslustundir). Gert er ráð fyrir að þátttakendur verði 12–16 á hverju námskeiði.
    Veittur styrkur 1994, alls 3.078.000 kr., vegna námsefnisgerðar fyrir sex námskeið: a) Námskeið um notkun áferðarbreytandi efna og lasúrtækni (40 kennslustundir), b) Nám skeið um endurbyggingu gamalla húsa (20 kennslustundir), c) Námskeið um stilli- og stýritækni (40 kennslustundir), d) Námskeið um þök og þakfrágang (40 kennslustundir), d) Námskeið um sandsparsl (20 kennslustundir), e) Námskeið um varmagjafa (20 kennslu stundir). Gert er ráð fyrir um það bil 80 þátttakendur sæki námskeiðin.

Fræðsluráð hótel- og veitingagreina.
    Veittur styrkur 1992, alls 1.675.000 kr., vegna tveggja námskeiða: a) Samskipti og þjónusta (12 kennslustundir), b) Endurmenntunarnámskeið fyrir matreiðslumenn (78 kennslustundir). Þátttakendur voru alls 199.
    Veittur styrkur 1993, alls 1.997.600 kr., vegna tveggja námskeiða: a) Námskeið fyr ir starfsfólk í gestamóttöku (100 kennslustundir), b) Námskeið til að auka þekkingu fram reiðslumanna á vínum (44 kennslustundir). Áætlað er að þátttakendur verði 12–16 á hverju námskeiði.
    Veittur styrkur 1994, alls 847.000 kr., vegna tveggja námskeiða; um einkenni, upp runa og þróun matargerðar á Íslandi (52 kennslustundir), og um nýja strauma og stefn ur í stjórnun hótela og veitingahúsa (20 kennslustundir). Áætlaður þátttakendafjöldi er 30 manns.

Fræðsluráð málmiðnaðarins.
    Veittur styrkur 1992 fyrir fagnefnd blikksmiða, alls 1.000.000 kr., til að þýða og stað færa námsgögn um læstar klæðningar.
    Veittur styrkur 1992 fyrir fagnefnd stál- og vélsmíða, alls 2.200.000 kr., vegna sex verkefna: a) Gerð námsgagna um háþrýst vökvakerfi, b) hönnun námskeiða og náms gagnagerð vegna námskeiða um; smíðamálma, yfirborðsmeðhöndlun á ryðfríum efnum og áli, mótun og samsetning ryðfrírra efna og áls, plastefni í færiböndum, legum o.fl.
    Veittur styrkur 1993 fyrir fagnefnd stál- og vélsmíða, alls 3.012.500 kr., til 37 daga framhaldsnámskeiðs fyrir málmsuðumenn og tækjakaupa vegna málmsuðunámskeiða. Áætlaður þátttakendafjöldi 150 á næstu árum.
    Veittur styrkur 1994 fyrir fagnefndir blikksmíða og stál- og vélsmíða, alls 2.000.000 kr., til að taka saman kennsluefni um eðli loftræstinga, húsasótt, hreinsun loftræstikerfa og lokafrágang loftræstikerfa, fyrir námskeið í kælitækni (40 tímar) og til að gera nám skeið í rafmagnsfræði og stýritækni (áætlaður kennslustundafjöldi er 40 tímar).

Grindavíkurbær, Verkalýðsfélag Grindavíkur og Ferðamálafélag Grindavíkur.
    Veittur styrkur 1994, alls 110.000 kr., fyrir námskeið um ferðaþjónustu í Grindavík. Áætluð námslengd er 50 klukkustundir og fjöldi þátttakenda 12–20 nemendur.     

Hagkaup hf.
    Veittur styrkur 1993, alls 300.000 kr., vegna námskeiðs fyrir starfsfólk sem vinnur með textíl (12 kennslustundir). Áætlað er að þátttakendur verði alls um 100.

Hjúkrunarfélag Íslands.
    Veittur styrkur 1993, alls 185.000 kr., vegna 4 vikna námskeiðs í vinnuvernd. Áætl að er að þátttakendur verði 15–20.

Iðnskólinn í Hafnarfirði.
    Veittur styrkur 1992, alls 150.000 kr., vegna námskeiðs fyrir starfsfólk í trefjaplast iðnaði .

Iðnskólinn í Reykjavík og Landssamtök sláturleyfishafa.
    Veittur styrkur 1993, alls 380.000 kr., fyrir 6 vikna slátraranámskeið. Áætlaður fjöldi þátttakenda er 20–25.
    Veittur styrkur 1994, alls 1.405.000 kr., fyrir slátraranámskeið, III. hluta.

Iðntæknistofnun Íslands.
    Veittur styrkur 1992, alls 2.975.000 kr., vegna fjögurra verkefna: a) Námskeið fyrir leiðbeinendur í starfsfræðslu (60 kennslustundir), b) Réttindanám fyrir vinnuvélstjóra, c) Starfsnám ræstingastjóra, d) Námskeið í suðu á ryðfríu stáli (TIG suðu).
    Veittur styrkur 1993, alls 2.475.000 kr., vegna tveggja námskeiða: a) Hagnýting á nýrri geymslutækni (2–3 dagar), b) Námskeið fyrir aðstoðarmenn á rannsóknarstofum (180–250 kennslustundir). Þátttakendafjöldi er áætlaður um 100 á námskeiði a, en 100 árlega á námskeiði b.
    Veittur styrkur 1994, alls 1.200.000 kr., til námsefnisgerðar vegna fagnáms fyrir ræst ingastjóra , fyrir námskeið um eldun og framreiðslu á skyndiréttum (6 stundir), og til að gera námskeið um umhverfisvernd og mengunarmál (4–20 tímar). Áætlaður þátttakenda fjöldi er um það bil 400 manns á ári.
    Veittur styrkur 1994, alls 2.150.000 kr., vegna námskeiðanna; Heimagisting — gisti heimili (40–45 kennslustundir) og Réttindanámskeið fyrir vinnuvélstjóra (80 stundir). Áætlaður fjöldi þátttakenda á réttindanámskeiðinu er 200–300, en 100–150 á ári, á því fyrrnefnda.

Landspítalinn, barna- og unglingageðdeild.
    Veittur styrkur 1992, alls 1.600.000 kr., til að setja af stað nám fyrir meðferðarfull trúa á stofnunum fyrir börn og unglinga í vanda (160 kennslustundir). Þátttakendur voru 12 á fyrsta námskeiðinu, en endanlegur þátttakendafjöldi liggur ekki fyrir.

Landssamband bakarameistara.
    Veittur styrkur 1993, alls 1.516.500 kr., vegna 6 daga námskeiðs um sölutækni og þjónustu í bakaríum. Áætlaður fjöldi þátttakenda er 60–70 manns.

Landssamband iðnaðarmanna.
    Veittur styrkur 1993, alls 682.500 kr., vegna námskeiðs fyrir húsgagnabólstrara. Áætl að er að hvert námskeið verði tvær vikur og þátttakendur verði 20–30.

Leiðsöguskóli Íslands.
    Veittur styrkur 1994, alls 473.000 kr., fyrir endurmenntunarnámskeið fyrir leiðsögu menn . Námskeiðið verður 90 kennslustundir og áætlaður fjöldi þátttakenda er 15–25 nem endur.
    Veittur styrkur 1994, alls 439.000 kr., vegna námskeiðanna; Göngunámskeið (4–6 kvöld) og Fuglaskoðun (4–6 kvöld).

Listasafn Íslands og Þjóðminjasafn Íslands.
    Veittur styrkur 1994, alls 600.000 kr., vegna námskeiðsins; Gæsla, öryggi þjónusta. Námskeiðið verður 200 stundir og áætlaður fjöldi þátttakenda er 30 manns.
    Veittur styrkur 1994, alls 600.000 kr., vegna námskeiðsins; Gæsla, öryggi og þjón usta — grunnnámskeið 2 . Námskeiðið verður 60 kennslustundir og áætlaður fjöldi þátt takenda er 35 manns.     
    
Matreiðsluskólinn okkar.
    Veittur styrkur 1992, alls 700.000 kr., til endurmenntunarnámskeiðs fyrir matreiðslu menn, kjötiðnaðarmenn og bakara (23 kennslustundir). Þátttakendur voru alls 26.
    Veittur styrkur 1993, alls 1.705.000 kr., vegna tveggja námskeiða: a) Smurbrauðs gerð (10 vikna námskeið), b) Námskeið fyrir matreiðslumenn um grænmetis- og heilsu fæði (40 kennslustundir). Áætlað að 10–16 þátttakendur sæki hvert námskeið.

Meistarafélag kjötiðnaðarmanna.
    Veittur styrkur 1993, alls 585.000 kr., vegna 2–3 daga námskeiðs um þurrpylsugerð og notkun aukaefna í kjötiðnaði. Áætlað er að þátttakendur verði 20.

Menningar- og fræðslusamband alþýðu.
    Veittur styrkur 1992, alls 7.740.000 kr., vegna fjögurra námskeiða: a) Umönnun aldr aðra (40–60 kennslustundir), b) Umönnun barna (60 kennslustundir), c) Námskeið fyr ir starfandi fólk í ræstingu (40 kennslustundir), d) Umönnun þroskaheftra (40 kennslu stundir). Þátttakendur alls 239 vegna námskeiða a–c, en þátttakendafjöldi vegna nám skeiðs d, liggur ekki fyrir.
    Veittur styrkur 1992, alls 2.200.000 kr., til námskeiðahalds fyrir atvinnulausa (20–25 kennslustundir). Þátttakendur alls 335.
    Veittur styrkur 1993, alls 2.235.000 kr., til námskeiðahalds: a) Námskeið fyrir at vinnulausa (20–25 kennslustundir), b) Námskeið fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu (45 kennslustundir), c) Námskeið fyrir starfsfólk í skólamötuneytum (68 kennslustundir). Þátt takendafjöldi áætlaður 96–200 í námskeiðum b og c, en 12–20 á hverju námskeiði fyr ir atvinnulausa.
    Veittur styrkur 1994, alls 3.000.000 kr., vegna þriggja tegunda af námskeiðum: a) Grundvallarstarfsmenntun fyrir ófaglært starfsfólk í ferðaþjónustu (45 kennslustundir), b) Grundvallarstarfsmenntun fyrir ófaglært starfsfólk í umönnun aldraðra (68 kennslu stundir), c) Grundvallarstarfsmenntun fyrir ófaglært starfsfólk í umönnun barna (68 kennslustundir). Áætlaður fjöldi þátttakenda er 140 manns.
    Veittur styrkur 1994, alls 3.000.000 kr., vegna námskeiða; a) Kjarnanámskeið í ræst ingum (36 kennslustundir), b) Umönnun aldraðra (56 kennslustundir), c) Skólamötu neytisnámskeið (68 kennslustundir), d) Umönnun barna — valgrein (72 kennslustund ir), e) Ferðaþjónustunámskeið (40 kennslustundir), f) Stjórnendur þungavinnuvéla (20 kennslustundir), g) Umönnun barna — kjarnanámskeið (72 kennslustundir). Áætlaður fjöldi þátttakenda er u.þ.b. 200 samtals á ofangreindum námskeiðum.

Móberg hf.
    Veittur styrkur 1992, alls 700.000 kr., til að skipuleggja og undirbúa nám á sviði um hverfisverndar og mengunarmála (fyrir starfsfólk smærri fyrirtækja).

Múrarafélag Reykjavíkur o.fl.
    Veittur styrkur 1993, alls 694.500 kr., vegna námskeiðs um hleðslu á múrsteini og hol steini . Þátttakendur verða samtals 24.

Múrarasamband Íslands, Múrarafélag og Múrarameistarafélag Reykjavíkur.
    Veittur styrkur 1994, alls 498.000 kr., vegna námskeiðs um keramikflísaklæðningar. Námskeiðið verður 40 stundir og áætlaður fjöldi þátttakenda er 12 á hverju námskeiði.

Námsflokkar Reykjavíkur.
    Veittur styrkur 1992, alls 550.000 kr., til námskeiðahalds fyrir atvinnulausa.
    Veittur styrkur 1993, alls 2.000.000 kr., til námskeiðahalds fyrir atvinnulausa. Áætl að er að þátttakendur verði samtals 600.

Nýi – Hárskólinn.
    Veittur styrkur 1994, alls 650.000 kr., til kennsluefnisgerðar fyrir endurmenntun hár snyrtifólks . Námskeiðið verður 48 kennslustundir og áætlaður fjöldi þátttakenda er 80 manns.

Prenttæknistofnun.
    Veittur styrkur 1992, alls 2.000.000 kr., vegna tveggja verkefna: a) Námskeið um tölvuútskot (24 kennslustundir), b) Þýðingar og námsgagnagerð fyrir 17 námskeið.
    Veittur styrkur 1993, alls 2.610.000 kr., vegna þriggja námskeiða: a) Hönnun og út gáfa (20 kennslustundir), b) Tölvuprentsmíð (80 kennslustundir), c) Mynd- og litvinnsla í tölvu (20 kennslustundir). Áætlað er að þátttakendur verði alls 60.
    Veittur styrkur 1994, alls 1.912.000 kr., fyrir fjögur námskeið: a) Photoshop fram hald (myndvinnsla) (20 kennslustundir), b) Quark XPress framhald (tölvuumbrot) (20 kennslustundir), c) Tölvuteiknun (20 kennslustundir), d) Námskeið um brotvélar (20 kennslustundir). Áætlaður fjöldi þátttakenda er 37 manns.

Rafiðnaðarskólinn.
    Veittur styrkur 1992, alls 5.300.000 kr., vegna þriggja námskeiða: a) Kæli- og varma dælutækni , b) Tölvulagnir og áhrif truflana á gagnasendingar og tölvukerfi (40 kennslu stundir), c) Síma- og tölvulagnir (40 kennslustundir). Þátttakendur voru alls 53 á nám skeiðum b og c.
    Veittur styrkur 1993, alls 881.250 kr., vegna námskeiðs um uppsetningu og þjónustu rafeindaiðnstýringar. Áætlað er að þátttakendur verði alls 200–300 á ári.
    Veittur styrkur 1994, alls 3.000.000 kr., vegna sex námskeiða: a) Námskeið um tölvu mælitækni/uppsetningu á hermilíkunum , b) Námskeið um skynjara- og nematækni, c) Námskeið um nútíma stafræna fjarskiptatækni, d) Námskeið um búnað í tengivirkjum, e) Námskeið um bilanaleit í örtölvutækni og PC — tölvutækni, f) Námskeið um forritanleg raflagnakerfi. Áætlaður fjöldi þátttakenda er 200–300 á ári.

Regnbogahótelin.
    Veittur styrkur 1992, alls 2.000.000 kr., fyrir námskeiðið „ Gæði í þína þjónustu“ (176 kennslustundir). Þátttakendur voru alls 179.

Reykjavíkurprófastdæmi.
    Veittur styrkur 1992, alls 300.000 kr., vegna miðstöðvar fyrir atvinnulausa.

Ríkisspítalar.
    Veittur styrkur 1994, alls 363.750 kr., vegna grunnnámskeiðs fyrir ófaglært starfs fólk . Námskeiðið verður 120 stundir og áætlaður fjöldi þátttakenda er 30 starfsmenn.
    Veittur styrkur 1994, alls 364.000 kr., vegna grunnnámskeiðs fyrir ófaglært starfs fólk . Námskeiðið verður 120 stundir og áætlaður fjöldi þátttakenda er 30 manns.

Sameiningarnefnd hársnyrtigreina.
    Veittur styrkur 1993, alls 1.000.000 kr., vegna endurmenntunarnámskeiða hársnyrti greina (54 klukkustundir). Áætlað er að þátttakendur verði samtals 128.

Samstarfsnefnd um starfsmenntun verslunarfólks.
    Veittur styrkur 1993, alls 4.710.000 kr., vegna tveggja námskeiða: a) Námskeið til að bæta þekkingu og hæfni starfsfólks í verslunum (20 kennslustundir), b) Grunnþekking á kjötvörum og meðferð þeirra (20 kennslustundir). Áætlað er að þátttakendur verði alls 345.
    Veittur styrkur 1994, alls 1.790.000 kr. vegna námskeiðs til að auka hæfni og þekk ingu starfsfólks í verslunum . Námskeiðið verður 20 klukkustundir og áætlaður fjöldi þátt takenda er 200 manns.
    Veittur styrkur 1994, alls 2.200.000 kr., vegna námskeiðs um ávexti og grænmeti. Námskeiðið verður 20 klukkustundir og áætlaður fjöldi þátttakenda er 250 manns.

Samstarfsnefnd um verslunarmenntun.
    Veittur styrkur 1994, alls 1.790.000 kr., vegna námskeiðs til að auka þekkingu og hæfni starfsmanna sem vinna við textíl. Námskeiðið verður 20 klukkustundir og áætlað ur fjöldi þátttakenda er 200 manns.

Samtök iðnaðarins.
    Veittur styrkur 1994, alls 440.000 kr., vegna námskeiðs um útboð, tilboð og verk samninga . Kennslustundafjöldi er 4 tímar og áætlaður fjöldi þátttakenda er 70 manns.     

Starfsfræðslunefnd fyrir iðnverkafólk.
    Veittur styrkur 1992, alls 6.200.000 kr., til endurskoðunar námsefnis vegna fjögurra námskeiða og kjarna allra námskeiða, svo og hluti rekstrarkostnaðar: a) Námskeið um fata- og skinnaiðnað, b) Námskeið um matvælaiðnað og mötuneyti, c) Efnalaugar og þvottahús, d) málningar- og hreinlætisvöruiðnað. Þátttakendur verða alls 60.
    Veittur styrkur 1994, alls 4.829.000 kr., til þróunar og námsefnisgerðar fyrir nám skeið í plastiðnaði og vélgæslu fyrir ófaglært iðnverkafólk (áætlað 40 kennslustundir), og fyrir starfsnám í matvælaiðnaði (40 kennslustundir). Áætlað er að 150–200 þátttakend ur verði í starfsnámi í matvælaiðnaði.
    Veittur styrkur 1994, alls 2.200.000 kr., vegna starfsnáms í matvælaiðnaði. Starfs námið verður 40 kennslustundir og áætlaður fjöldi þátttakenda er 132–165.

Starfsmannafélag Akraness.
    Veittur styrkur 1994, alls 555.000 kr., vegna valgreinanámskeiðs fyrir ófaglært starfs fólk . Námskeiðið verður 60 stundir og áætlaður fjöldi þátttakenda er 67.

Starfsmannafélagið Sókn.
    Veittur styrkur 1993, alls 1.244.825 kr., til námsefnisgerðar vegna námskeiða fyrir starfsfólk á leikskólum (70 og 100 kennslustunda námskeið). Þátttakendafjöldi áætlaður 95–105 manns á ári.
    Veittur styrkur 1994, alls 335.000 kr., til kennsluefnisgerðar vegna námskeiða fyrir starfsfólk á leikskólum.

Starfsþjálfun fatlaðra.
    Veittur styrkur 1992, alls 500.000 kr., tölvunámskeiðs fyrir fatlaða (30 kennslustund ir). Þátttakendur voru 60.
    Veittur styrkur 1993, alls 712.500 kr., fyrir 4 mánaða starfsþjálfun nemenda á vinnu stöðum . Áætlað að 10–15 verði í hverjum þjálfunarhóp.
    Veittur styrkur 1994, alls 666.000 kr., vegna námskeiðs um tölvunotkun (30 kennslu stundir). Áætlaður fjöldi þátttakenda er 60 manns.

Stýrimannaskólinn í Reykjavík.
    Veittur styrkur 1993, alls 1.050.000 kr., til endurmenntunarnámskeiðs fyrir skipstjórn armenn (40 kennslustundir). Áætlaður fjöldi þátttakenda er 66–70 manns.

Upplýsingaþjónusta Háskólans.
    Veittur styrkur 1993, alls 460.000 kr., til miðlunar á fræðsluefni fyrir atvinnulausa.

Verkakvennafélagið Framtíðin.
    Veittur styrkur 1994, alls 915.000 kr., vegna námskeiðs fyrir ófaglært starfsfólk á sjúkrastofnunum.
    Gert er ráð fyrir 250 kennslustunda námskeiði og fjöldi þátttakenda er áætlaður 15 á vetri.
    Veittur styrkur 1994, alls 364.000 kr., vegna starfsnáms fyrir ófaglært starfsfólk í eld húsum leikskóla og grunnskóla . Starfsnámið verður 50 kennslustundir og fjöldi þátttak enda er áætlaður 20 manns.

Verkakvennafélagið Framsókn.
    Veittur styrkur 1994, alls 626.000 kr., vegna verkmenntanámskeiðs ræstingastarfs manna . Námskeiðið verður 36 kennslustundir og áætlaður fjöldi þátttakenda er 120 manns.

Verkamannasamband Íslands.
    Veittur styrkur 1994, alls 1.500.000 kr., vegna verkmenntunarnámskeiða fyrir ræst ingastarfsmenn . Námskeiðið verður 36–40 kennslustundir og fjöldi þátttakenda er áætl aður 300 manns.

Verslunarmannafélag Austurlands.
    Veittur styrkur 1994, alls 275.000 kr., fyrir námskeiðið; Smásöluverslun I. Námskeið ið verður 20 kennslustundir og áætlaður fjöldi þátttakenda er 60 manns.
    Veittur styrkur 1994, alls 500.000 kr., fyrir námskeiðið; Þjónustufyrirtæki og ferða fólk . Námskeiðið verður 10 stundir og áætlaður fjöldi þátttakenda er 50–70 manns.

Verslunarmannafélag Húsavíkur.
    Veittur styrkur 1992, alls 620.000 kr., til námskeiðs fyrir starfandi afgreiðslu- og skrif stofufólk í Suður-Þingeyjarsýslu .

Vestmannaeyjabær.
    Veittur styrkur 1993, alls 250.000 kr., vegna framhaldsnámskeiðs fyrir starfsfólk dag vistarstofnana, sjúkrahúss, elliheimilis og heimilishjálpar (120 kennslustundir alls). Áætl aður fjöldi þátttakenda er 70 manns.

Vélskóli Íslands.
    Veittur styrkur 1993, alls 762.000 kr., vegna þriggja námskeiða: a) Stýrt viðhald (20 kennslustundir), b) Kælitækni (30 kennslustundir), c) Vélhermir (40 kennslustundir). Áætlað er að þátttakendur verði alls 85.

Vélstjórafélag Íslands.
    Veittur styrkur 1994, alls 2.000.000 kr., vegna 8 námskeiða: a) Iðntölvur I (20 tím ar), b) Iðntölvur II (20 tímar), c) Stýrt viðhald I (20 tímar), d) Námskeið um rafteikn ingar og teikningalestur (30 tímar), e) Námskeið um tölvur (20 tímar), f) Stýrt viðhald II, tvö námskeið (20 tímar), g) Námskeið um kælitækni (20 tímar). Áætlaður fjöldi þátttak enda er alls 204 nemendur.
    Veittur styrkur 1994, alls 212.000 kr., vegna námskeiðs um viðhald og rekstur fisk vinnsluvéla . Námskeiðið verður 20 kennslustundir og áætlaður fjöldi þátttakenda er 16 manns.

Vinnuhópur um gerð námsefnis fyrir dagmæður.
    Veittur styrkur 1993, alls 600.000 kr., vegna námsefnisgerðar. Námskeiðin verða 60 stundir og áætlaður fjöldi þátttakenda er 200 á ári.

Ökukennarafélag Íslands.
    Veittur styrkur 1993, alls 712.500 kr., vegna námsefnisgerðar fyrir nám til aukinna ökuréttinda (6 vikna námskeið). Áætlað er að þátttakendur verði 300–400 á ári.
    Veittur styrkur 1994, alls 500.000 kr., vegna námsefnisgerðar fyrir nám til aukinna ökuréttinda.

    Starfsmenntunarverkefni sem hlotið hafa styrk úr starfsmenntasjóði standa að stór um hluta enn yfir. Upplýsingar sem gefnar eru um kennslustunda- og þátttakendafjölda ber því að taka með fyrirvara. Upplýsingar um þátttakenda- og kennslustundafjölda vegna þeirra verkefna byggjast á áætlunum sem koma fram í styrkumsóknum.
    Í nokkrum tilvikum hefur styrkþegi hætt við þau verkefni sem hann hefur fengið styrk til. Þegar þannig stendur á er styrkurinn innkallaður og fjárhæðinni síðan endurúthlutað í næstu úthlutun úr starfsmenntasjóði. Í listanum yfir úthlutanir hér að framan eru inni faldir styrkir sem hefur verið endurúthlutað á þennan hátt. Vegna þessa er samanlögð styrkfjárhæð hærri en sú upphæð sem hefur verið lögð til starfsmenntasjóðs samkvæmt fjárlögum sama tímabils.


Fskj. 2.

Yfirlit yfir námsefni sem hefur verið afhent og styrkt af starfsmenntaráði.



Bílgreinar:
Umhverfisvernd í bílgreinum. Eftirmenntun bílgreina 1994.

Byggingariðnaður:
Loftklæðningar.
    Höfundur: Björn Marteinsson. Fræðsluráð Byggingariðnaðarins 1992.
Staðbyggð timburhús, fyrri hluti.
    Höfundur: Björn Marteinsson. Fræðsluráð Byggingariðnaðarins 1992.
Staðbyggð timburhús, seinni hluti.
    Höfundar: Björn Marteinsson, Jón Sigurjónsson, Steindór Guðmundsson og Rögn valdur Gíslason. Útg. af Fræðsluráði Byggingariðnaðarins 1992.
Stilli- og stýritækni.
    Höfundar: Ragnar Gunnarsson og Gunnar Jóhannesson. Útg. af Fræðsluráði bygg ingariðnaðarins 1994.
Viðgerðir á steyptum húsum.
    Höfundar: Ólafur Ásgeirsson, Jón H. Gestsson, Björn Marteinsson og Rögnvaldur S. Gíslason. Fræðsluráð byggingariðnaðarins 1994.

Fata-, vefjar- og skinnaiðnaður:
Starfsnám í fata-, vefjar- og skinnaiðnaði. Fræðslumiðstöð iðnaðarins.
    Reykjavík 1987.
Starfsnám í vefjariðnaði. Snælda. Fræðslumiðstöð iðnaðarins. Reykjavík.

Ferðaþjónusta:
Gistiheimili og heimagisting. Fræðslumiðstöð iðnaðarins. Reykjavík 1991.

Hótel- og veitingagreinar:
Árstíðabundið eldhús. Matreiðsluskólinn okkar.
Námskeið með Gert Sörensen fyrir matreiðslumenn. Matreiðsluskólinn okkar 1993.
Smurbrauð; þýddir kaflar úr „Lærebog for smörrebrödsjomfruer“.
    Höfundur: Eigil Holm.
Þjónusta og samskipti; Þjónustustarfið.
    Höfundur: Emil Thoroddsen. Fræðsluráð hótel- og veitingagreina.

Húsvarsla:
Húsvarsla. Námsgögn fyrir húsverði og umsjónarmenn fasteigna.
    Fræðslumiðstöð iðnaðarins. Reykjavík 1992.

Fatahreinsun:
Starfsnám fyrir þvottahús og efnalaugar: Efnalaugar. Fræðslumiðstöð iðnaðarins. Reykja     vík 1990.
Starfsnám fyrir þvottahús og efnalaugar: Þvottahús. Fræðslumiðstöð iðnaðarins. Reykja     vík 1990.

Matvælaiðnaður:
Alþjóðasamningar (GATT og EES). Áhrif á landbúnað og úrvinnslugreinar.
    Höfundur: Eiríkur Einarsson. Meistarafélag kjötiðnaðarmanna 1994.
Áhrif EES á kjötframleiðslu, sláturhús og innra eftirlit.
    Samantekt: Sigurður Örn Hansson. Meistarafélag kjötiðnaðarmanna.
Námsgögn fyrir starfsnám í matvælaiðnaði. Fræðslumiðstöð iðnaðarins.
    Reykjavík 1988.
Starfsnám í matvælaiðnaði: Frá bónda til búðar — myndband. Fræðslumiðstöð iðnaðar ins.
    Reykjavík.
Starfsnám í matvælaiðnaði: Mötuneyti. Fræðslumiðstöð iðnaðarins. Reykjavík 1988.
FloraCarn Ködkulturer, — Funktion og anvendelse —.
    Útg. af Chr. Hansen's Laboratorium í Danmörku 1991.
Framleiðsla á þurrpylsum með notkun örvera; Þéttleiki, framleiðslutími, sýrustig o.fl.
    Höfundur: Lone Andesen M.Sc. Meistarafélag kjötiðnaðarmanna.

Málningariðnaður:
Starfsnám í málningariðnaði. Fræðslumiðstöð iðnaðarins. Reykjavík 1990.
Vatnsþynnanleg plastþeytulökk (Akrýl-lökk).
    NIFAB, Stokkhólmi. Lars H. Anderson þýddi. Rögnvaldur S. Gíslason staðfærði og lagfærði. Fræðsluráð byggingariðnaðarins, Reykjavík 1994.

Prentiðnaður:
Gagnasnið. Prenttæknistofnun, Reykjavík 1992.
Grundvallaratriði offsetljósmyndunar. Prenttæknistofnun, Reykjavík 1992.
Grundvallaratriði offsetprentunar. Prenttæknistofnun. Reykjavík 1992.
Grundvallaratriði setningar. Prenttæknistofnun, Reykjavík 1992.
Gæðastjórnun og gæðatrygging. Prenttæknistofnun, Reykjavík 1992.
Gæðastjórnun og gæðatrygging; Stjórnun. Prenttæknistofnun, Reykjavík, 1993.
Farfaverk offsetprentvéla. Prenttæknistofnun, Reykjavík 1992.
Farfaverk offsetprentvéla; Leiðbeinendavísir með GATF myndbandinu Sheetfed Offset
    Inking Systems; Prentun. Prenttæknistofnun, Reykjavík, febrúar 1993.
Farfi: Eiginleikar og samsetning. Prenttæknistofnun, Reykjavík 1992.
Fjölmótaletur; Prentsmíð. Prenttæknistofnun, Reykjavík, janúar 1993.
Gæðatrygging í prentverki; Stjórnun. Prenttæknistofnun, Reykjavík, 1993.
Inngangur að PageMaker umbrotsforritinu. Prenttæknistofnun, Reykjavík 1992.
Inngangur að tölvukerfum prentsmíðar. Prenttæknistofnun, Reykjavík 1992.
ISO 9000 gæðastaðlarnir. Prenttæknistofnun, Reykjavík 1992.
ISO 9000 gæðastaðlarnir; Stjórnun. Prenttæknistofnun, Reykjavík 1993.
Leiðsögn um Photoshop myndvinnsluforritið. Prenttæknistofnun, Reykjavík 1992.
Leturstjórnun í Machintosh; Prentsmíð. Prenttæknistofnun, Reykjavík, 1993.
Leysiprentarar; Prentun. Prenttæknistofnun, Reykjavík, 1993.
Litaskörun; Prentsmíð. Prenttæknistofnun, Reykjavík, febrúar 1993.
Litvinnsla í tölvu; Prentsmíð. Prenttæknistofnun, Reykjavík, febrúar 1993.
Nýir möguleikar með Windows; Tölvufræði. Prenttæknistofnun, Reykjavík, 1993.
Nýjungar í prentun; Prentun. Prenttæknistofnun, Reykjavík, október 1993.
Orðabók Prentiðnaðarins. Prenttæknistofnun 1993.
Pappír: Eiginleiki og meðferð. Prenttæknistofnun, Reykjavík 1992.
Prentkaup. Prenttæknistofnun, Reykjavík, október 1993.
Punktabreytingar í offsetferlinu. Prenttæknistofnun, Reykjavík 1992.
Rippatækni; Tölvufræði. Prenttæknistofnun, Reykjavík, mars 1993.
Samstarf um prentverk; Stjórnun. Prenttæknistofnun, Reykjavík, febrúar 1993.
Sölumaðurinn; Stjórnun. Prenttæknistofnun, Reykjavík, febrúar 1993.
Typógrafía. Prenttæknistofnun, Reykjavík 1992.
Útlit og umbrot; Prentsmíð. Prenttæknistofnun, Reykjavík, febrúar 1993.
Útskot; Prentsmíð. Prenttæknistofnun, Reykjavík, febrúar 1993.
QuarkNám 1: Grunnþættir QuarkXPress. Prenttæknistofnun, Reykjavík 1992.
QuarkNám 2: Unnið með skjöl. Prenttæknistofnun, Reykjavík 1992.
QuarkNám 3: Unnið með texta. Prenttæknistofnun, Reykjavík 1992.
QuarkNám 4: Unnið með myndir. Prenttæknistofnun, Reykjavík 1992.
QuarkNám 5: Unnið með letur. Prenttæknistofnun, Reykjavík 1992.
QuarkNám 6: Unnið með liti. Prenttæknistofnun, Reykjavík 1992.
Vandamál og úrræði í prentsmíð. Prenttæknistofnun, Reykjavík 1992.
Vandamál og úrræði í PostScript útkeyrslu. Prenttæknistofnun, Reykjavík, 1993.
Verkstjórn; Stjórnun. Prenttæknistofnun, Reykjavík, febrúar 1993.
Vélar og stýrikerfi. Prenttæknistofnun, Reykjavík 1992.

Rafiðnaður:
Áhrif truflana á tölvubúnað.
    Tekið saman af Valdimar Ó. Óskarssyni. Rafiðnaðarskólinn.
Nútíma rafeindatækni; vinnubók nemenda og handbók kennara. Rafiðnaðarskólinn.
Nútíma rafeindatækni; námsefnis handbók. Rafiðnaðarskólinn.
Símtækni 1; Lagnir og tengingar; Hagnýt fræði og spurningar.
    Höfundar: Enersen og Klevan. Þýtt og staðfært: Leó Ingólfsson. Útg. af Rafiðnaðar skólanum í Reykjavík 1994.
Uppsetning á tölvukerfum/gagnasenditæki.
    Höfundur efnis: Valdimar Ó. Óskarsson. Rafiðnaðarskólinn 1994.
    
Ræstingar:
Almenn ræsting.
    Tekið saman af starfsmönnun Iðntæknistofnunar Íslands, fræðslusviði.
Námskeið fyrir ræstingastjóra. Iðntæknistofnun. Reykjavík 1990.

Starfsþjálfun:
Ráðgjafarhandbók vinnuklúbbsins; Atferlisnálgun í starfsráðgjöf.
    Höfundar: Nathan H. Azrin og Victoria A. Besalel. Útg. af PRO-ED, Inc. í Texas 1980.
    Þýðendur: Anna Kristín Halldórsdóttir og Marín Björk Jónasdóttir.

Stjórnun skipa og báta:
Neyðar og öryggisfjarskiptakerfið GMDSS. Stýrimannaskólinn í Reykjavík 1994.

Stjórnun ökutækja og vinnuvéla:
Stjórnun stórra ökutækja.
    Höfundur: Guðni Karlsson. Útg. af Ökukennarafélagi Íslands, Reykjavík 1994.
Umferðarsálfræði og ljósrit af glæruefni með umferðarsálfræði.
    Höfundar: Ásþór Ragnarsson og Kjartan Þórðarson. Útg. af Ökukennarafélagi Íslands, Reykjavík 1994.
Umferðarsálfræði; Kennsluleiðbeiningar og verkefni.
    Höfundar: Ásþór Ragnarsson og Kjartan Þórðarson. Útg. af Ökukennarafélagi Íslands, Reykjavík 1994.

Verslun.
Sölutækni og þjónusta í bakaríum.
    Þýtt og staðfært efni af Ástu Erlingsdóttur og Erling R. Erlingssyni með góðfúslegu leyfi Landssambands bakarameistara í Danmörku og Verslunarráðs Danmörku og námsefni útbúið sérstaklega fyrir starfsfólk í bakaríum af starfsmönnum Rannsókn arstofnunar landbúnaðarins. Landssamband bakarameistara 1994.



Fskj. 3.




Repró umsóknareyðublað.



4 síður

Fskj. 4.





Uppgjörseyðublað með leiðbeiningum.



3 síður

Fskj. 5.


Fréttatilkynning.


    Starfsmenntasjóður félagsmálaráðuneytisins var stofnaður með lögum nr. 19/1992, um starfsmenntun í atvinnulífinu. Félagsmálaráðherra skipar sjö manna starfsmenntaráð til tveggja ára sem fer með framkvæmd laganna og er það skipað fulltrúum samtaka at vinnurekenda og launafólks og fulltrúa félagsmálaráðherra.
    Markmið laganna er að hvetja til aukinnar starfsmenntunar í atvinnulífinu og skal því náð með stuðningi við skipulega starfsmenntun og frumkvæði og mótun heildarstefnu varðandi starfsmenntun í atvinnulífinu samkvæmt ákvörðun starfsmenntaráðs. Félags málaráðherra úthlutar styrkjum úr starfsmenntasjóði á ári hverju eftir tillögum starfs menntaráðs.
    Á árinu 1994 var alls úthlutað styrkjum að fjárhæð 52.378.602 kr. úr starfsmennta sjóði og skiptust þeir á eftirfarandi hátt milli aðila:
    Bílgreinasambandið: Veittur styrkur 590.000 kr., Eftirmenntun bílgreina: Veittur styrk ur 2.000.000 kr., Ferðamálasamtök Vestfjarða: Veittur styrkur 645.000 kr., Félag fóta aðgerðafræðinga: Veittur styrkur 200.000 kr., Félag íslenskra kjötiðnaðarmanna: Veitt ur styrkur 595.000 kr., Flugvirkjafélag Íslands: Veittur styrkur 1.000.000 kr., Fræðslu nefnd félagsmálaráðuneytisins vegna Starfsmannafélags ríkisstofnana: Veittur styrkur 4.442.476 kr., Fræðsluráð byggingariðnaðarins: Veittur styrkur 3.078.000 kr., Fræðslu ráð hótel- og veitingagreina: Veittur styrkur 847.000 kr., Fræðsluráð málmiðnaðarins: Veittur styrkur 2.000.000 kr., Grindavíkurbær, Verkalýðsfélag Grindavíkur og Ferða málafélag Grindavíkur: Veittur styrkur 110.000 kr., Iðnskólinn í Reykjavík og Lands samtök sláturleyfishafa: Veittur styrkur 1.405.000 kr., Iðntæknistofnun Íslands: Veittur styrkur 3.350.000 kr., Leiðsöguskóli Íslands: Veittur styrkur 912.000 kr., Listasafn Ís lands og Þjóðminjasafn Íslands: Veittur styrkur 1.200.000 kr., Menningar- og fræðslu samband Alþýðu: Veittur styrkur 5.300.000 kr., Múrarasamband Íslands, Múrarafélag Reykjavíkur og Múrarameistarafélag Reykjavíkur: Veittur styrkur 498.000 kr., Nýi hár skólinn: Veittur styrkur 650.000 kr., Prenttæknistofnun: Veittur styrkur 1.912.000 kr., Rafiðnaðarskólinn: Veittur styrkur 3.000.000 kr., Ríkisspítalar: Veittur styrkur 727.750 kr., Samstarfsnefnd um starfsmenntun verslunarfólks: Veittur styrkur 3.990.000 kr., Sam starfsnefnd um verslunarmenntun: Veittur styrkur 1.790.000 kr., Samtök iðnaðarins: Veitt ur styrkur 440.000 kr., Starfsfræðslunefnd fyrir iðnverkafólk: Veittur styrkur 3.248.376 kr., Starfsmannafélag Akraness: Veittur styrkur 555.000 kr., Starfsmannafélagið Sókn: Veittur styrkur 335.000 kr., Starfsþjálfun fatlaðra: Veittur styrkur 666.000 kr., Verka kvennafélagið Framtíðin: Veittur styrkur 1.279.000 kr., Verkakvennafélagið Framsókn: Veittur styrkur 626.000 kr., Verkamannasamband Íslands: Veittur styrkur 1.500.000 kr., Verslunarmannafélag Austurlands: Veittur styrkur 775.000 kr., Vélstjórafélag Íslands: Veittur styrkur 2.212.000 kr., Ökukennarafélag Íslands: Veittur styrkur 500.000 kr.

    Frekari upplýsingar eru veittar á Vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins.

Félagsmálaráðuneytið, 6. janúar 1995.