Ferill 423. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 423 . mál.


867. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á almennum hegningarlögum, nr. 19 12. febrúar 1940.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fékk hún á sinn fund Högna S. Kristjánsson, lögfræðing í dómsmálaráðuneyti, Helga V. Jónsson héraðsdómara og Jón H. Snorrason, deildarstjóra í Rannsóknarlögreglu ríkisins. Þá barst umsögn frá Landssambandi lögreglumanna.
    Í máli þessu er lagt til að 108. gr. almennra hegningarlaga falli brott en þar er kveðið á um verndun æru opinberra starfsmanna. Hins vegar er mælt fyrir um að móðganir eða aðdróttanir, sem störf þeirra varða og refsiverðar kunna að vera, að áliti ákæruvalds, sæti opinberri ákæru að kröfu þeirra sjálfa. Í tilefni ábendinga Landssambands lögreglumanna tekur nefndin fram að ekki er litið svo á að verið sé að skerða réttarvernd lögreglumanna með þessari breytingu. Verði það hins vegar raunin er rétt að málið verði endurskoðað.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins.
    Fjarverandi við afgreiðslu málsins voru Jón Helgason og Guðmundur Árni Stefánsson.

Alþingi, 24. febr. 1995.



    Björn Bjarnason,     Ólafur Þ. Þórðarson.     Ey. Kon. Jónsson.
    frsm.          

    Anna Ólafsdóttir Björnsson.     Tómas Ingi Olrich.     Ingi Björn Albertsson,
              með fyrirvara.

Svavar Gestsson,


með fyrirvara.