Ferill 459. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 459 . mál.


882. Frumvarp til laga



um breyting á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



1. gr.

    7. tölul. 3. mgr. 2. gr. laganna orðast svo: Póstþjónusta sem opinber aðili hefur einkaleyfi á, samkvæmt póstlögum, nr. 33/1986. Undanþágan nær einnig til viðtöku og dreifingar á öðrum árituðum bréfapóstsendingum, þar með talin póstkort, blöð og tímarit, og til almennra dreifisendinga og opinna bréfa.

2. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. maí 1995.

Greinargerð.


    Með þessari breytingu á núgildandi ákvæði er lagt til að undanþegin verði frá skattskyldu viss póstþjónusta sem að mestu er sinnt af Póst- og símamálastofnun en ekki fellur undir einka leyfi stofnunarinnar samkvæmt póstlögum. Af því leiðir að sams konar þjónusta í höndum ann arra aðila verður einnig undanþegin skattskyldu.
    Þannig verður undanþegin skattskyldu dreifing á árituðum blöðum og tímaritum sem sam kvæmt nýlegum úrskurði ríkisskattstjóra er talin vera skattskyld á grundvelli samkeppnissjónar miða. Undanþága þessi tekur þó ekki til óáritaðra bréfapóstsendinga, t.d. fjöldasendinga.
    Einnig er dreifing á bögglapósti og forgangssendingum skattskyld eins og verið hefur þar sem slík dreifing fellur ekki undir einkaleyfi Póst- og símamálastofnunar.