Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 945, 118. löggjafarþing 294. mál: alþjóðasamningar um varnir gegn mengun sjávar og Siglingamálastofnun ríkisins (skipulag mengunarvarna).
Lög nr. 57 8. mars 1995.

Lög um breyting á lögum nr. 14/1979, um heimild fyrir ríkisstjórnina til að staðfesta fyrir Íslands hönd þrjá alþjóðasamninga um varnir gegn mengun sjávar af völdum olíu, lögum nr. 20/1986, um Siglingamálastofnun ríkisins, og lögum nr. 32/1986, um varnir gegn mengun sjávar.


I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 14/1979.

1. gr.

     Í stað orðsins „Siglingamálastjóri“ í 4. gr. laganna kemur: Hollustuvernd ríkisins.

II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 20/1986.

2. gr.

     7. tölul. 2. gr. laganna orðast svo: Að annast mál er varða lög um varnir gegn mengun sjávar og reglugerðir samkvæmt þeim að því leyti sem þau varða skip og búnað þeirra samkvæmt reglum sem umhverfisráðherra setur.

III. KAFLI
Breyting á lögum nr. 32/1986.

3. gr.

     Í stað orðanna „Siglingamálastofnunar ríkisins“ í 4. mgr. 5. gr. laganna kemur: Hollustuverndar ríkisins.

4. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. júní 1995.

Samþykkt á Alþingi 25. febrúar 1995.