Kosning varaforseta skv. 3. mgr. 3. gr. þingskapa, sbr. 5. mgr. 68. gr.

1. fundur
Miðvikudaginn 17. maí 1995, kl. 14:43:00 (14)


     Forseti (Ólafur G. Einarsson) :
    Samkvæmt 3. gr. þingskapa skal nú fara fram kosning sex varaforseta. Tekist hefur samkomulag milli þingflokka um að kjósa að þessu sinni einungis fjóra varaforseta. Því mun forseti leita afbrigða frá þingsköpum um að kosning fimmta og sjötta varaforseta fari ekki fram að svo stöddu. Verður þeirra afbrigða nú leitað.

    ATKVÆÐAGREIÐSLA.[14:44]
    Afbrigði við þingsköp samþ. með 59 shlj. atkv.

    Fram kom einn listi með jafnmörgum nöfnum og menn skyldi kjósa. Samkvæmt því lýsti forseti yfir að kosin væru án atkvæðagreiðslu:

    1. varaforseti: Ragnar Arnalds, 4. þm. Norðurl. v.
    2. varaforseti: Sturla Böðvarsson, 2. þm. Vesturl.
    3. varaforseti: Guðni Ágústsson, 2. þm. Suðurl.
    4. varaforseti: Guðmundur Árni Stefánsson, 9. þm. Reykn.