Verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf

3. fundur
Föstudaginn 19. maí 1995, kl. 12:14:45 (69)


[12:14]
     Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Eigi skal deila við dómarann, ég geri mér grein fyrir því. En ég stend þó í þeirri meiningu að sá úrskurður sem dómstóll EFTA í Genf felldi 1994 hafi einmitt verið forúrskurður gagnvart Finnlandi og það hafi haft mikið að segja um afstöðu Finna sem var mjög áfram um að verða aðilar að Evrópusambandinu og þeir hafi ákveðið strax þá að endurskoða þessa hluti. Það skiptir hins vegar ekki öllu máli fyrir okkur en voru hins vegar vangaveltur mínar um vegna hvers þeir fóru fyrr í breytingar en Noregur og Ísland. Ég árétta það sem ég þegar hef sagt að ég held að það væri mjög skynsamlegt að reyna að ná samstöðu í nefnd þingsins um þær breytingar sem gerðar verða vegna þessa máls þar sem það er svo mikilvægt að þjóðin standi saman um hvernig staðið er að þessum málum og vegna þess að það er rótgróið í okkar þjóðarsál að það sé einkasala á áfengi og tóbaki, bæði hvað varðar innflutning og dreifingu og það er ótti í fólki um að þetta sé eitt af fleiri skrefum þar sem á að víkja þessum öllum málum yfir í frelsisátt.