Uppsögn sérkjarasamninga hjúkrunarfræðinga

4. fundur
Mánudaginn 22. maí 1995, kl. 15:05:20 (84)


     Forseti (Ólafur G. Einarsson) :
    Áður en gengið er til dagskrár fer fram umræða utan dagskrár um uppsögn sérkjarasamninga hjúkrunarfræðinga. Umræðan er að beiðni hv. 5. þm. Suðurl., Margrétar Frímannsdóttur, en hæstv. heilbrrh. verður til andsvara. Umræðan fer fram skv. 1. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur því í allt að hálftíma.
    Þar sem um fyrstu umræðu utan dagskrár á þessu þingi er að ræða vill forseti rifja upp reglur um ræðutíma í þessum umræðum.
    Meginreglan er að hver ræðumaður má tala í allt að tvær mínútur tvisvar en málshefjandi og viðkomandi ráðherra mega þó tala í allt að fimm mínútur í fyrra sinn.