Verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf

4. fundur
Mánudaginn 22. maí 1995, kl. 17:50:34 (115)


[17:50]
     Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég vil bara ítreka það sem ég sagði áður að ég er sammála því að það þurfi að gera þessar breytingar á lögum og það má færa fyrir því ýmis rök. Ég hef fært ákveðin rök fyrir málinu

og ég heyri að fjmrh. --- ég var því miður ekki viðstaddur þá umræðu --- hefur fært ýmis önnur rök og ég ætla ekki á nokkurn hátt að draga úr því sem hæstv. fjmrh. hefur hér fram sett.
    Ég vil hins vegar taka það fram til þess að forðast misskilning að ég er á engan hátt að biðjast undan því að hér fari fram umræða um þetta mikilvæga mál en ég tel á margan hátt heppilegra að meginumræðan fari e.t.v. fram við 2. umr. þegar hv. þm. hafa fengið tækifæri til þess að fara betur ofan í málið og kalla til þá embættismenn sem hafa fjallað um málið að undanförnu. Ég tel að það geti orðið til þess að skýra málið miklu betur eða a.m.k. var það reynslan að því er mig varðar, sem hafði ekki sett mig mjög vel inn í málið, að eftir að ég hef farið yfir það með ágætum embættismönnum þá hef ég komist að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt sé að gera þessa breytingu.
    Þetta vildi ég að kæmi hér skýrt fram.