Verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf

5. fundur
Þriðjudaginn 23. maí 1995, kl. 14:43:44 (165)


[14:43]
     Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Auðvitað gætum við lengi haldið áfram að ræða þessi alvarlegu mál en ég tel að það þjóni miklu betur framgangi málsins að þessi umræða fari fram í þingnefndum. Það er verið að ræða um það að fjalla um þetta mál í hv. efh.- og viðskn. og jafnframt verði því vísað til heilbrn. þingsins eins og venja er um mál sem koma inn á fleiri svið. Og öllum spurningum sem uppi eru í málinu, sem ég tel eðlilegar, held ég að verði miklu betur svarað í starfinu í þingnefndunum og síðan er nægt tilefni til þess að því loknu að ræða þessi mál ítarlega við 2. og 3. umr. Ég vildi því leyfa mér að leggja það til vegna þess að hér er um mál að ræða sem á ekki að reka eingöngu á flokkspólitískum grundvelli. Það hefur ekki verið sú venja í þinginu í gegnum árin að fjalla um mál sem þetta á þann hátt.
    Ég nefni ýmis dæmi um það eins og breytingar á áfengislögum hvort sem það varðar sölu á bjór innan lands eða mörg önnur mál sem hafa raskað áfengisstefnu Íslendinga. Þess vegna tel ég að það væri

miklu betra, hv. þm. Ögmundur Jónasson, að þetta yrði gert með þeim hætti án þess að ég sé á nokkurn hátt að víkjast undan umræðu um þessi mál. Ég vil ekki að orð mín séu skilin þannig, en ég bið um að embættismenn verði kallaðir til. Ef það er ekki nægilegt þá má þess vegna kalla til ráðherra fyrir þingnefndirnar.