Endurskoðun laga um náttúruvernd

6. fundur
Miðvikudaginn 24. maí 1995, kl. 13:51:00 (228)


[13:51]
     Hjörleifur Guttormsson :
    Virðulegur forseti. Ég skil það vel að hæstv. ráðherra þurfi tíma til að móta sína stefnu varðandi þennan mikilivæga þátt. Ég fagna yfirlýsingu hans um það að endurskoða þurfi lögin í heild sinni. Ég vænti þess að við nánari skoðun komist hann að því að æskilegt sé að kalla fram sem flest sjónarmið við undirbúning málsins. Ég minni á það að þegar núgildandi lög um náttúruvernd voru lögð fyrir eins og þau síðan voru samþykkt þá var það unnið af þáv. menntmn. þingsins undir forustu þáv. formanns Framsfl., Eysteins Jónssonar.
    Varðandi efnistökumálið þá er það ekki síst náttúruverndar- og skipulagsmál og alveg brýnt að ofan í þau efni verði farið og mótaðar allt aðrar reglur heldur en nú eru um þau efni. En eins og menn vita er verið að breyta hér landslagi í stórum stíl með slíkri efnistöku, húðfletta hraun landsins, fjarlægja heilu jarðmyndanirnar eða gosmyndanirnar án þess að vörnum verði við komið með stoð í náttúruverndarlöggjöf með viðhlítandi hætti.