Alþjóðaviðskiptastofnunin

10. fundur
Þriðjudaginn 30. maí 1995, kl. 18:44:10 (343)


[18:44]
     Gísli S. Einarsson (andsvar) :
    Herra forseti. Ég þakka hæstv. landbrh. fyrir svörin. Þau gáfu reyndar ekki mikið í skyn hvað menn ætla sér að gera varðandi þau vandamál sem við stöndum frammi fyrir í landbúnaðinum. Við stöndum frammi fyrir 1.600--1.700 tonna kjötfjalli í haust ásamt og með enn meiri birgðum næsta haust ef ekki verður að gert. Ég skil ég það mjög vel að hæstv. landbrh. hefur ekki haft tækifæri eða tíma til þess að setja almennilega af stað þá vinnu sem þarf að fara í. En það hlýtur að vera ljóst og væri kannski rétt að spyrja um það hvort hæstv. landbrh. tekur undir orð Ara Teitssonar þar sem hann leiðir líkur að því að það þurfi að takmarka framleiðslu um allt að 30% á lambakjöti. Hvað hugsa menn sér í því? --- Ég fagna því, herra forseti, að hæstv. forsrh. er kominn og þá veit ég að ég fær svör við spurningum mínum.