Stjórn fiskveiða

13. fundur
Fimmtudaginn 01. júní 1995, kl. 14:34:48 (408)


[14:34]
     Kristín Halldórsdóttir (andsvar) :
    Herra forseti. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að öll þessi mál taka sinn tíma. En ég fann ekki neitt í þessum þingmálum sem benda til þess að hv. þm. Framsfl. á Reykjanesi hafi náð árangri í samræmi við þau loforð sem þeir gáfu og þau fyrirheit sem þeir gáfu í kosningabaráttunni. Í þeirri baráttu var ekki minnst á það, það var ekki nefnt í þeim plöggum sem ég var að veifa hér áðan að þau væru ekki í samræmi við stefnu flokksins.