Stjórn fiskveiða

13. fundur
Fimmtudaginn 01. júní 1995, kl. 16:30:01 (420)

[16:30]
     Össur Skarphéðinsson (andsvar) :
    Herra forseti. Ég segi við hv. þm. Einar K. Guðfinnsson: Mæl þú manna skýrastur. Ég skildi þetta nefnilega ekki alveg. Hv. þm. sagði að það væri ekki gert ráð fyrir því að það yrði aflamark eða aflahámark fyrir sérhvern bát en hins vegar yrði eitthvert viðmiðunarmark. En jafnframt tók hann fram að þegar því væri náð mundi það ekki hafa áhrif á fjölda eða dreifingu róðrardaganna þannig að ég skil hann svo að ef fram kæmi tillaga sem beinlínis lyti að því að veiðum krókabáta yrði stýrt með róðrardögum þar sem væri engin aflaviðmiðun þá mundi hann fylgja henni.