Stjórn fiskveiða

13. fundur
Fimmtudaginn 01. júní 1995, kl. 17:12:40 (429)


[17:12]
     Árni M. Mathiesen (andsvar) :
    Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Jóni Baldvin Hannibalssyni fyrir svörin. Mér sýnist á hans orðum að lausn Alþfl. sé nánast önnur sú leið sem krókabátamönnum stendur til boða að velja ef frv. það sem nú liggur fyrir verður að lögum. Það má því jafnvel færa rök að því að það sé undir krókabátamönnum sjálfum komið hvort þeir velji þá lausn sem til boða stendur og Alþfl. virðist vera sammála.
    Ég verð hins vegar að taka undir með hv. þm. Jóni Baldvini Hannibalssyni í grundvallaratriðum þar sem hann talar um Byggðastofnun og framsóknarstefnuna og fúskið. En ég held að hann hljóti þá að hafa skilning á því að það getur hent aðra stjórnmálamenn en hann að verða undir í slagnum við framsóknarmennskuna.