Lánasjóður íslenskra námsmanna

14. fundur
Miðvikudaginn 07. júní 1995, kl. 15:06:22 (465)


[15:06]
     Flm. (Svavar Gestsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. menntmrh. fyrir þessi svör en vildi inna hann nánar eftir því hvernig hann hugsar sér að staðið verði að endurskoðuninni. Hann sagðist mundu hafa um það samráð við námsmenn. Verður það gert með þeim hætti að þeim verði boðin aðild að endurskoðuninni, þ.e. þeir fari í vinnuhóp um málið? Gerir hann í öðru lagi ráð fyrir því að einhverjir fulltrúar stjórnarandstöðunnar komi að verkinu eða gerir hann ráð fyrir því að þetta verði algerlega lokað inni hjá stjórnarflokkunum eins og það var oft í síðustu ríkisstjórn. Í þriðja lagi: Hvað um samtímagreiðslur versus eftirágreiðslur námslána? Er hann tilbúinn til að láta í minni pokann fyrir meiri hluta Alþingis í þessu máli og fallast á samtímagreiðslur námslána sem er aðalatriðið í málinu?