Lánasjóður íslenskra námsmanna

14. fundur
Miðvikudaginn 07. júní 1995, kl. 15:55:54 (474)


[15:55]
     Jón Baldvin Hannibalsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er mjög stutt og það er bara í tilefni af seinustu ummælum seinasta hv. ræðumanns. Ég held að þetta sé ekki skynsamleg skoðun hjá honum að fara eigi í manngreinarálit um að hver segi satt og hvenær. Eigum við ekki að gera þá kröfu skilyrðislaust alveg án tillits til þess hvaða stöðu viðkomandi gegnir. Hv. þm. af Seltjarnarnesi, Siv Friðleifsdóttir, var frambjóðandi. Hún átti stóran þátt í því að reyna með ótvíræðum kosningaloforðum að laða nýtt fylgi til Framsfl. í krafti loforða um að þeir frambjóðendur flokksins á Reykjanesi styddu aðra stefnu í grundvallarmálum, sjávarútvegsmálum, en flokkurinn sjálfur. Þótt að sjálfsögðu beri að gera sömu kröfu til formannsins skal eitt yfir alla ganga, frambjóðendurna alla, þingmennina alla. Það er eins og hv. þm. mundi sjálfur segja: hin eina, sanna lýðræðislega krafa.