Guðjón A. Kristjánsson fyrir EKG

15. fundur
Fimmtudaginn 08. júní 1995, kl. 13:36:02 (478)


     Forseti (Ólafur G. Einarsson) :
    Borist hafa tvö bréf: Fyrra bréfið er dagsett 2. júní 1995 og hljóðar svo:
    ,,Þar sem ég er á förum til útlanda í einkaerindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska þess að þar sem 1. varaþm. Sjálfstfl. í Vestfjarðakjördæmi, Ólafur Hannibalsson blaðamaður, getur ekki vegna veikinda tekið sæti á Alþingi, taki 2. varaþm. Sjálfstfl., Guðjón A. Kristjánsson skipstjóri, sæti Alþingi í fjarveru minni.
    Þetta er yður tilkynnt, virðulegi forseti.
Einar K. Guðfinnsson, 1. þm. Vestf.``


    Hitt bréfið er dagsett 8. júní og er svohljóðandi:
    ,,Vegna veikinda sé ég mér ekki fært að taka sæti Einars K. Guðfinnssonar, 1. þm. Vestf., á Alþingi sem 1. varaþm. Sjálfstfl. í Vestfjarðakjördæmi.
Virðingarfyllst, Ólafur Hannibalsson.``


    Guðjón A. Kristjánsson hefur áður tekið sæti á Alþingi og undirritað drengskaparheit. Kjörbréf hans hefur einnig verið rannsakað og samþykkt. Hann er boðinn velkominn til starfa á Alþingi.