Stjórn fiskveiða

16. fundur
Fimmtudaginn 08. júní 1995, kl. 20:55:22 (537)


[20:55]
     Össur Skarphéðinsson (andsvar) :
    Herra forseti. Miðað við vitsmuni hæstv. ráðherra ríkisstjórnarinnar þá er ég bara þingmaður með slaka meðalgreind. Ég er þess vegna auðblekktur. Ég tek það trúanlegt þegar hæstv. sjútvrh. segir að hann sé mér sammála um það að róðrardagakerfið hafi yfirburði yfir annað sem við höfum verið að ræða hér. Því spyr ég hann: Fyrst honum er svo annt um róðrardagakerfið, hvers vegna hafa þá ekki þeir bátar sem velja þorskaflahámark með banndögum möguleika á því að fara inn í róðrardagakerfið, sem honum þykir svo gott, þegar hann er loksins búinn að koma því á?