Vandi húsbyggjenda og skuldastaða heimilanna

19. fundur
Laugardaginn 10. júní 1995, kl. 10:34:30 (621)


     Forseti (Sturla Böðvarsson) :
    Áður en gengið er til dagskrár fara fram umræður utan dagskrár að beiðni þingflokks Alþb. og óháðra um vanda húsbyggjenda og skuldastöðu heimilanna, sbr. 2. mgr. 50. gr. þingskapa. Málshefjandi er hv. 17. þm. Reykv., Ögmundur Jónasson, og hæstv. félmrh. verður til andsvara. Samkomulag er milli þingflokka um að umræðan geti staðið í allt að einni klukkustund og 40 mínútum. Hver þingflokkur fær þannig allt að 15 mínútna ræðutíma og málshefjandi og ráðherra 5 mínútur að auki. Þetta fyrirkomulag umræðna byggist á 2. mgr. 72. gr. þingskapa.