Lánasjóður íslenskra námsmanna

19. fundur
Laugardaginn 10. júní 1995, kl. 13:49:28 (655)


[13:49]
     Ögmundur Jónasson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Hvernig skyldi standa á því að allir sem sátu þennan fund stóðu í þeirri trú að þáv. hv. þm., núv. hæstv. ráðherra, væri andvígur þessum frv.? Þá verð ég að segja að mjög óheiðarlega hafi verið að verki staðið. Við stóðum öll í þeirri trú að hæstv. ráðherra væri andvígur þessum frv. því ekkert annað kom í ljós á þessum umrædda fundi og þá er mjög óheiðarlega að verki staðið. En ég hef saknað þess að Finnur Ingólfsson, hæstv. viðskrh., hefur ekki verið í salnum, hann hefur ekki verið í þingsal þegar þessi mál hafa verið til umræðu, og ég leyfi mér að óska eftir því við hæstv. ráðherra að þegar þessi mál koma til umfjöllunar í byrjun næstu viku þá taki hann þátt í umræðunni og geri grein fyrir sínum sjónarmiðum á heiðarlegri hátt en hann virðist hafa gert á umræddum fundi.