Fyrirvari í nefndaráliti

20. fundur
Mánudaginn 12. júní 1995, kl. 15:22:39 (673)



     Forseti (Ólafur G. Einarsson) :
    Forseti sér ekki ástæðu til að fresta atkvæðagreiðslu vegna þessa. Afstaða hv. 7. þm. Reykn. liggur fyrir og forseti vill benda á að nál. sem slíkt er ekki hér til afgreiðslu. Það er frv. sjálft og brtt. sem hafa verið fluttar við það og í atkvæðagreiðslu kemur fram afstaða einstakra hv. þingmanna. Forseti vonast eftir samvinnu við þingmenn um að atkvæðagreiðslan geti nú hafist eftir þessa umræðu um störf þingins.