Stjórn fiskveiða

20. fundur
Mánudaginn 12. júní 1995, kl. 15:30:15 (678)


[15:30]
     Kristján Pálsson :
    Herra forseti. Mér er sagt að það sé ekki óvanalegt að menn geri grein fyrir atkvæði sínu í upphafi atkvæðagreiðslu um stóran lagabálk þannig að sá fyrirvari gildi yfir allt frv. Þannig að með þær upplýsingar í huga fer ég hér upp, ekki til að gera athugasemd við 1. gr. heldur til að tala lítillega almennt um 2. gr. sem verður til atkvæðagreiðslu hér á eftir. En eins og ég sagði í umræðunum fyrir nokkrum dögum þá hef ég fyrirvara á varðandi róðrardagakerfið og í þingflokki Sjálfstfl. hefur verið rætt um það að reynt verði að finna dagsetningu á það hvenær róðrardagakerfinu yrði komið á. Í trausti þess mun ég greiða atkvæði með þessu frv. í heild sinni, að við munum finna dagsetningu sem menn sætti sig við.
    Að öðru leyti vil ég segja um 1. gr. að atriði innan hennar þurfa skýringar sem ég tel að komi á milli 2. og 3. umr. En ég vil svo aftur á móti lýsa yfir þeirri skoðun minni að mér finnst alveg með ólíkindum að menn skuli vera hér, stjórnarliðar, að þakka sér einstaka breytingar í svona frumvörpum. Ég vil bara biðja menn um að átta sig á því.