Stjórn fiskveiða

20. fundur
Mánudaginn 12. júní 1995, kl. 15:47:39 (689)

[15:47]
     Össur Skarphéðinsson :
    Herra forseti. Við 2. umr. kom það fram hjá fjölmörgum hv. þingmönnum stjórnarliðsins að helsti kostur róðrardagakerfisins væri sá að þá gætu menn valið samkvæmt frjálsu vali sína sóknardaga og þess vegna reynt að beina sókninni inn á tímabil þegar veður væru ekki válynd og þar af leiðandi minni hætta á slysum. Í þessari tillögu er hins vegar gert ráð fyrir því að sóknardagarnir skipist í ákveðin veiðitímabil og þar með er fallinn sá rökfræðilegi grunnur sem hv. stjórnarliðar á sínum tíma töldu einmitt jákvæðasta kostinn við róðrardagakerfið.
    Ég tel, herra forseti, að þessi tillaga aflagi og skekki róðrardagakerfið svo úr lagi að ég get ekki annað en sagt nei.