Stjórn fiskveiða

20. fundur
Mánudaginn 12. júní 1995, kl. 15:58:26 (696)


[15:58]
     Guðjón Guðmundsson :
    Hæstv. forseti. Í 3. mgr. þessarar greinar segir, með leyfi forseta:
    ,,Krókabátum gefst frá og með fiskveiðiári því er hefst 1. september 1995 kostur á að velja milli þess að stunda veiðar með þorskaflahámarki skv. 4. mgr. og þess að stunda veiðar með viðbótarbanndögum eins og nánar er lýst í 5.--9.mgr.``
    Hér er stigið fyrsta skrefið til að kvótasetja krókaleyfisflotann. Því er ég andvígur. Ég segi nei.