Stjórn fiskveiða

20. fundur
Mánudaginn 12. júní 1995, kl. 16:01:06 (698)


[16:01]
     Hjörleifur Guttormsson :
    Herra forseti. Frá því að tekin var upp kvótastýring sem meginregla í veiðum á Íslandsmiðum hefur það kerfi sem smábátum hefur verið búið verið með fádæmum og nú verið að bæta gráu ofan á svart með þeirri grein sem hér er verið að greiða atkvæði um. Hvar halda menn að atvinnurekstri séu búin slík skilyrði að menn megi ekki stunda hann mikinn meiri hluta ársins, að menn standi fyrir því vali að draga saman afla um helming eða svo eða sitja heima í 234 daga á ári? Það er þessi svarti blettur sem verið er að draga yfir þær byggðir á Íslandi þar sem menn byggja á þessum rekstri og fyrir alla þá sem stunda smábátaútgerð. Það er lítið mark á því takandi, virðulegur forseti, að menn ætli að gera eitthvað seinna og athuga mál en að kemur þá væntanlega í ljós fyrir slit þessa þings. Ég segi nei.