Stjórn fiskveiða

20. fundur
Mánudaginn 12. júní 1995, kl. 16:21:34 (707)

[16:21]
    Ólafur Ragnar Grímsson :
    Virðulegi forseti. Það kom fram við atkvæðagreiðslu um 2. gr. frv. að einn hv. þm., Guðjón Guðmundsson, hafði kjark til þess að fylgja sannfæringu sinni í atkvæðagreiðslunni og ber að virða það. ( Gripið fram í: Tveir.) Já, ég bið forláts á því að þeir voru tveir þingmenn Sjálfstfl., báðir með þessu ágæta nafni, sem höfðu kjark til þess að fylgja sannfæringu sinni hér við atkvæðagreiðsluna. Þingmenn Framsfl., í Reykn. sérstaklega, hv. þm. Hjálmar Árnason og Siv Friðleifsdóttir, lýstu því hins vegar yfir að atkvæðagreiðsla þeirra hefði verið háð því að frv. yrði breytt við 3. umr. Með sérstakri tilvísun til þess að fyrirheit hafa komið hér fram frá þingmönnum Framsfl., um að breyta frv. við 3. umr., tel ég rétt að árétta sérstaklega stuðning við það að frv. fari til 3. umr.