Alþjóðaviðskiptastofnunin

20. fundur
Mánudaginn 12. júní 1995, kl. 19:04:26 (714)


[19:04]
     Frsm. 2. minni hluta efh.- og viðskn. (Ágúst Einarsson) (andsvar) :
    Herra forseti. Úr því að hæstv. ráðherra gerði vanda sauðfjárbænda að umræðuefni þá vil ég einungis geta þess sem kom fram eða átti að koma fram í máli mínu að í ákvæði til bráðabirgða er gert ráð fyrir nefndaskipun sem m.a. tekur á vanda sauðfjárbænda. Þar er talað um afnám framleiðslukvóta. Það er ekki hægt að fara hér út í langa umræðu um þetta efni, en mér er fullkomlega ljós sá vandi sem þar er við að etja og beinlínis tengdi ýmis af þessum vandamálum íslensks landbúnaðar bæði inn í þessa umræðu um GATT-frumvarpið en ekki hvað síst með formlegum hætti í þeim brtt. sem ég gerði grein fyrir áðan.