Alþjóðaviðskiptastofnunin

20. fundur
Mánudaginn 12. júní 1995, kl. 23:46:42 (741)


[23:46]
     Landbúnaðarráðherra (Guðmundur Bjarnason) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég lauk ræðu minni áðan á því að minna á að auðvitað hefði löggjafarsamkoman okkar, Alþingi Íslendinga, alla möguleika á því að breyta þeim lögum, sem nú er verið að samþykkja, þess vegna strax á næsta þingi. En ég minni aftur á að við höfum gert ákveðið tilboð. Við skulum láta á það reyna eins og hv. þm. sagði. Ef það gerist ekki, eigum við ekki að láta það koma í ljós hvað gerist? Við skulum láta það koma í ljós og þá höfum við reyndar möguleikann á því að laga okkur nokkuð að markmiðunum með þeirri brtt. sem flutt er af meiri hluta hv. efh.- og viðskn. sem fjallar um það að ráðherra skuli við ákvörðun sína um úthlutun tollkvóta hafa hliðsjón af því hvernig þróun mála verður.