Mál á dagskrá

21. fundur
Þriðjudaginn 13. júní 1995, kl. 14:19:40 (761)


[14:19]
     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) :
    Hæstv. forseti. Ég leyfi mér að skilja ræðu hv. þm. þannig að það væri misskilningur minn að hann hygðist út af pólitískri leikfimi hér í þingsölum taka þetta mikilvæga mál í gíslingu og ég vonast til þess að sú samstaða sem var í þinginu um að bregðast við vanda fólks á Vestfjörðum verði ekki fórnarlamb pólitísks leikaraskapar á síðustu dögum þessa vorþings. Ég trúi því ekki að aðrir þingmenn og til að mynda þingmenn Vestfirðinga, geri þetta mál að máli sem gæti goldið pólitísks leikaraskapar hér í þinginu. Ég vona að okkur beri gæfa til þess að sýna sömu samstöðu um þetta mál og við höfum gert hingað til.