Verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf

21. fundur
Þriðjudaginn 13. júní 1995, kl. 17:20:57 (787)


[17:20]
     Sólveig Pétursdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ef ég man rétt þá talaði hv. þm. m.a. á þann veg að hv. þm. Vilhjálmur Egilsson hafi haft ávinning af þessu máli, þ.e. um breytingu á áfengislögunum, og vitnaði fleira til hans í því sambandi. Þess vegna vildi ég að það kæmi hér fram í þingsölum að hv. þm. væri fjarverandi og væri að sinna störfum á vegum þingsins. Því að hann er að sjálfsögðu formaður efh.- og viðskn. og hefði að öllu jöfnu verið að fylgjast með umræðum í þessu máli.
    Varðandi jafnræðisregluna þá þarf ekkert að halda um það í sjálfu sér, þó að ég hefði tekið þannig til orða, vegna þess að jafnræðisreglan er lögfest í stjórnsýslulögum og gildir um svona viðskipti.