Stjórn fiskveiða

23. fundur
Miðvikudaginn 14. júní 1995, kl. 18:44:32 (875)


[18:44]
     Frsm. meiri hluta sjútvn. (Árni R. Árnason) (andsvar) :
    Herra forseti. Eins og kom fram í máli mínu hefur nefndin kynnt sér sérstaklega efni þess bréfs sem hv. þm. gerði að umtalsefni. Í ljós kemur að ástæða fyrir bréfinu er ekki sú að í þessu frv. eða brtt. sé neitt sem breyti þeim ákvæðum sem gilda um tómstundaveiðar eða sjóstangaveiðar sem heyra til tómstundaveiða þannig að ekki er í neinu í þessum verkum sem við erum hér að gera að breyta þeim atriðum. Telji menn að svo sé eru menn að misskilja og tengja þetta bréf, sem er sent af einhverri annarri ástæðu, við frv. eða brtt. við það.