Stjórn fiskveiða

23. fundur
Miðvikudaginn 14. júní 1995, kl. 23:55:43 (906)


[23:55]
     Sighvatur Björgvinsson :
    Virðulegi forseti. Hæstv. sjútvrh. hefur lýst því yfir að hann hafi hug á því að ef aflamark verði hækkað í almennum veiðum njóti krókaleyfisbátar þess líka í sömu eða í sambærilegri aukningu sóknardaga og aflamarki. Þetta er aðferðin til að tryggja það. Vilji menn ekki samþykkja þessa tillögu vilja menn ekki tryggja það í reynd heldur eiga um það eftirmál.
    Ég vil aðeins að það komi fram, virðulegi forseti, að á fundi sem þingmenn Vestfjarða áttu með trillukörlum af vestursvæði Vestfjarða var þess sérstaklega óskað að þingmennirnir styddu þessar tillögur þó ekki væru þær fleiri. Ég segi já.