Stjórn fiskveiða

23. fundur
Fimmtudaginn 15. júní 1995, kl. 00:00:46 (908)

[00:00]
     Guðjón Guðmundsson :
    Hæstv. forseti. Eigi að auka þorskaflaheimildir verulega, sem ég tel vel koma til greina, hlýtur sú aukning að fara að hluta til aflamarksbáta sem hafa farið verst allra út úr samdrætti í þorskveiðum undanfarin ár. Þar sem þessi tillaga gerir ekki ráð fyrir því segi ég nei.