Stjórn fiskveiða

23. fundur
Fimmtudaginn 15. júní 1995, kl. 00:02:12 (909)


[00:02]
     Sighvatur Björgvinsson :
    Virðulegi forseti. Þessi tillaga byggir á því að menn miði ekki lengur við banndagakerfið heldur sóknardagakerfi sem verði ákveðið fyrir næsta ár sem verði grunnviðmiðunarár í sóknardagakerfi. Verði þessi tillaga felld hverfa menn aftur til þess megininntaks frv. að miða við banndaga. Þessi tillaga lýtur líka að því að menn hafi frelsi til að velja sér sóknardaga innan ársins án skerðingar. Ég segi já.