Stjórn fiskveiða

23. fundur
Fimmtudaginn 15. júní 1995, kl. 00:09:35 (910)

[00:09]
     Guðjón Guðmundsson :
    Hæstv. forseti. Þær breytingar sem hafa verið samþykktar á frv. eru mjög til bóta flestar hverjar og einkum þó að hér hefur verið ákveðið hvenær róðrardagakerfið tekur gildi. En eftir stendur þó að með samþykkt frv. verður gerð sú grundvallarbreyting á fiskveiðistjórnuninni að krókaleyfisbátar geta farið á aflamark. Ég tel þá breytingu ekki rétta, ég tel að hún muni leiða til aukins brasks, og er nú ekki á það bætandi, og að hún muni leiða til að fiski verði hent í auknum mæli og er heldur ekki á það bætandi. Þess vegna get ég ekki samþykkt þetta frv. og greiði ekki atkvæði.