Alþjóðaviðskiptastofnunin

23. fundur
Fimmtudaginn 15. júní 1995, kl. 00:20:42 (915)


[00:20]
     Ágúst Einarsson :
    Herra forseti. Þó svo að GATT-samningurinn sé eitt merkasta mál undanfarna áratugi er því miður frv. sem við erum að afgreiða hér ekki nægjanlega vel úr garði gert. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir okkar til að breyta því og færa það til betri vegar tókst það ekki. Þess vegna kjósum við að sitja hjá við endanlega afgreiðslu þessa máls, en lýsum jafnframt yfir þeirri von okkar að rætist okkar spádómar um lágmarksinnflutning muni ríkisstjórnin hafa um það forgöngu að breyta tollákvæðum á hausti komanda.