Úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna

24. fundur
Fimmtudaginn 15. júní 1995, kl. 00:31:48 (920)


[00:31]
     Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar) :
    Herra forseti. Þeir úrskurðir sem um ræðir í 4. gr. eru bindandi fyrir viðkomandi aðila á samningstímabilinu í öllum tilvikum en gilda ekki fyrir aðra að sjálfsögðu, en geta haft áhrif varðandi viðskipti í öðrum tilvikum.
    Auðvitað er það svo varðandi fyrirspurn hv. þm. um 5. gr., um mat á afurðaverði fram í tímann, að það er ekki vandalaust, en samningsaðilar eru sammála um að nauðsynlegt sé að reyna að gera sér grein fyrir því hvert það getur verið og fela úrskurðarnefndinni það mat.