Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Brunamálastofnun

25. fundur
Fimmtudaginn 15. júní 1995, kl. 11:00:01 (938)


[11:00]
     Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) :
    Herra forseti. Mér þykir miður að fara að halda þessari umræðu áfram, en það er óhjákvæmilegt að það komi fram að skýrslan var unnin að beiðni félmrn. og hún var send félmrn. sem slík. Félmrn. sendi síðan brunamálastjóra og stjórn Brunamálastofnunar skýrsluna og ég sé ekki nokkurn skapaðan hlut á móti því að afhenda félmn. Alþingis þessa skýrslu. Ég tel það bara sjálfsagt mál ef félmn. óskar eftir, svo og aðrir alþingismenn. Ég tel ekki að hér sé um neitt leyniplagg að ræða og Alþingi eigi heimtingu á að fá að kynna sér efni skýrslunnar.