Gjald af áfengi

25. fundur
Fimmtudaginn 15. júní 1995, kl. 17:06:04 (998)

[17:06]

     Svavar Gestsson :
    Virðulegi forseti. Það er ljóst að miðað við niðurstöðu þessara mála fyrr í meðförum þingsins hefur meiri hlutinn tekið ákvörðun um að gera grundvallarbreytingar á verslun með áfengi. Með hliðsjón af því er enginn annar kostur uppi fyrir okkur en sá að sitja hjá við meðferð á frv. sem hér liggur fyrir því eftir að hið fyrra frv. hefur verið afgreitt verður auðvitað að taka um það ákvörðun að leggja á þetta áfengisgjald samkvæmt þeim forsendum sem þar var gert ráð fyrir. Á þeim forsendum geri ég ráð fyrir að við munum sitja hjá við meðferð málsins að öðru leyti en því að við munum styðja brtt. á þskj. 67 um forvarnasjóð og þskj. 122 um seinkun á gildistöku laganna.