Kosning tveggja manna og tveggja varamanna í stjórn Hollustuverndar ríkisins til fyrsta þings eftir næstu almennu alþingiskosningar, að viðhafðri hlutfallskosningu, skv. 2. gr. laga nr. 70/1995, um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit.

    Fram komu tveir listar sem á voru jafnmörg nöfn og menn skyldi kjósa. Samkvæmt því lýsti forseti yfir að kosin væru án atkvæðagreiðslu:

     Aðalmenn:
Sigurður Óskarsson framkvæmdastjóri (A),
Kristín Einarsdóttir lífeðlisfræðingur (B).

     Varamenn:
Halla Halldórsdóttir ljósmóðir (A),
Jóhanna B. Magnúsdóttir umhverfisfræðingur (B).