Kosning þriggja manna og jafnmargra varamanna í stjórn Viðlagatryggingar Íslands til fjögurra ára, frá 27. maí 1995 til jafnlengdar 1999, skv. 2. gr. laga nr. 55 2. júní 1992 (sbr. 2. gr. laga nr. 10 27. febrúar 1995), um Viðlagatryggingu Íslands.

    Fram komu tveir listar sem á voru jafnmörg nöfn og menn skyldi kjósa. Samkvæmt því lýsti forseti yfir að kosin væru án atkvæðagreiðslu:

     Aðalmenn:
Hrafnkell A. Jónsson, formaður Verkalýðsfélagsins Árvakurs, (A),
Snorri Styrkársson hagfræðingur (B),
Drífa Sigfúsdóttir bæjarfulltrúi (A).

     Varamenn:
Halldór Jónsson bæjarfulltrúi (A),
Magnús Ól. Hansson innheimtufulltrúi (B),
Herdís Sæmundardóttir kennari (A).