Kosning yfirkjörstjórnar Norðurlandskjördæmis vestra, fimm manna og jafnmargra varamanna, til fyrsta þings eftir næstu almennar alþingiskosningar, að viðhafðri hlutfallskosningu, skv. 9. gr. laga nr. 80 16. október 1987, um kosningar til Alþingis.

    Fram komu tveir listar sem á voru jafnmörg nöfn og menn skyldi kjósa. Samkvæmt því lýsti forseti yfir að kosin væru án atkvæðagreiðslu:

     Aðalmenn:
Halldór Þ. Jónsson sýslumaður (A),
Ingibjörg Hafstað oddviti, Vík Skagafirði (B),
Bogi Sigurbjörnsson skattstjóri (A),
Egill Gunnlaugsson dýralæknir (A),
Hólmfríður Bjarnadóttir, form. Verkalýðsfélagsins Hvatar, Hvammstanga (B).

     Varamenn:

Þorbjörn Árnason lögfræðingur (A),
Jóhann Svavarsson rafveitustjóri Siglufirði (B),
Magnús Sigurjónsson verslunarmaður (A),
Guðmundur Skarphéðinsson framkvæmdastjóri (A),
Kristín Jóhannesdóttir bóndi Páfastöðum (B).