Kosning yfirkjörstjórnar Suðurlandskjördæmis, fimm manna og jafnmargra varamanna, til fyrsta þings eftir næstu almennar alþingiskosningar, að viðhafðri hlutfallskosningu, skv. 9. gr. laga nr. 80 16. október 1987, um kosningar til Alþingis.

    Fram komu tveir listar sem á voru jafnmörg nöfn og menn skyldi kjósa. Samkvæmt því lýsti forseti yfir að kosin væru án atkvæðagreiðslu:

    Aðalmenn:
Georg Lárusson sýslumaður (A),
Sigurjón Erlingsson múrari (B),
Friðjón Guðröðarson sýslumaður (A),
Þorgeir Ingi Njálsson héraðsdómari (A),
Unnar Þór Böðvarsson skólastjóri (B).

    Varamenn:
Guðrún Inga Sveinsdóttir (A),
Stefán Ármann Þórðarson fulltrúi (B),
Þórir Haraldsson, aðstoðarmaður ráðherra, (A),
Þóra Grétarsdóttir bankastarfsmaður (A),
Kristín Erna Arnardóttir kvikmyndagerðarmaður (B).