Ferill 2. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1995. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
119. löggjafarþing. – 2 . mál.


2. Frumvarp til stjórnarskipunarlagaum breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, nr. 33 17. júní 1944, með síðari breytingum.

Flm.: Geir H. Haarde, Valgerður Sverrisdóttir, Svavar Gestsson,


Rannveig Guðmundsdóttir, Svanfríður Jónasdóttir, Kristín Ástgeirsdóttir.1. gr.


    43. gr. orðast svo:
    Endurskoðun á fjárreiðum ríkisins, stofnana þess og ríkisfyrirtækja skal fara fram á vegum Alþingis og í umboði þess eftir nánari fyrirmælum í lögum.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi. Umboð þingkjörinna yfirskoðunarmanna ríkisreiknings fellur úr gildi er þeir hafa lokið skoðun sinni á ríkisreikningi fyrir árið 1994.

3. gr.

Ákvæði til bráðabirgða.


    Þrátt fyrir ákvæði 31. og 45. gr. stjórnarskrárinnar skulu næstu reglulegar alþingiskosning ar fara fram annan laugardag í maí 1999 nema Alþingi hafi áður verið rofið.

Greinargerð.


    Frumvarp þetta, sem er samhljóða frumvarpi sem flutt var af Geir H. Haarde, Finni Ingólfs syni, Sigbirni Gunnarssyni, Ragnari Arnalds og Jónu Valgerði Kristjánsdóttur og samþykkt var á síðasta þingi, er nú flutt að nýju, sbr. 79. gr. stjórnarskrárinnar, af fulltrúum allra þingflokka.