Ferill 7. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
119. löggjafarþing. – 7 . mál.


7. Tillaga til þingsályktunar



um framkvæmdaáætlun til að ná fram launajafnrétti kvenna og karla.

Flm.: Svanfríður Jónasdóttir, Bryndís Hlöðversdóttir.



    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta gera framkvæmdaáætlun í samráði við aðila vinnumarkaðarins sem hafi það að markmiði að ná fram fullu launajafnrétti kynjanna á næstu fimm árum.
    Markmiðið verði að koma með markvissar tillögur um hvernig ná megi fram fullu launa jafnrétti kynjanna, m.a. hvernig hægt sé að gera launakerfið sýnilegt og fella heildarlauna greiðslur inn í launataxtana á þann hátt að greidd verði sömu laun fyrir jafnverðmæt og sam bærileg störf. Sérstaklega verði fjallað um þær leiðir sem farnar eru í nágrannalöndunum og m.a. höfð hliðsjón af tillögum stjórnskipaðrar nefndar sem nú fjallar um starfsmat. Einnig verði fjallað um hvernig draga megi úr launamisrétti við gerð kjarasamninga og í því sam bandi kannað hvort einhvers konar forgjöf í launamálum sé fær leið og hvernig nota megi 3. gr. jafnréttislaga sem kveður á um tímabundnar séraðgerðir í þágu kvenna í þessu sambandi.
    Framkvæmdaáætlunin, ásamt lagafrumvörpum ef þurfa þykir, verði lögð fyrir Alþingi eigi síðar en 1. janúar 1996.

Greinargerð.


    Allar kannanir, sem fram hafa farið á launum kvenna og karla hér á landi, sýna að tekjur karla eru mun hærri en tekjur kvenna. Sá munur, sem er á launum kvenna og karla og ekki hef ur tekist að skýra með einhverjum hætti, svo sem lengri vinnutíma, starfsaldri, meiri menntun eða auknu álagi, er töluvert mikill og breytilegur eftir stéttum.
    Ýmsar rannsóknir liggja nú fyrir og hægt er að fá mikilsverðar upplýsingar um laun kvenna og karla hjá aðilum eins og Þjóðhagsstofnun, Hagstofu, Félagsvísindastofnun Háskólans og kjararannsóknarnefndum. Nú síðast lét Jafnréttisráð í samræmi við framkvæmdaáætlun ríkis stjórnarinnar um jafnrétti kynjanna gera könnun á launamyndun og kynbundnum launamun í nokkrum fyrirtækjum. Sú rannsókn dregur enn frekar fram þann mikla mun sem er á launum kvenna og karla þegar menntun þeirra eykst. Allar þessar rannsóknir sýna þennan mun. Ekki er ástæða til að ráðast í frekari kannanir eða rannsóknir á stöðunni. Hún er öllum ljós, ekki síst konum. Því er lagt til að ríkisstjórnin láti gera fimm ára framkvæmdaáætlun um hvernig ná megi fram launajafnrétti kynjanna. Í því sambandi verði m.a. höfð hliðsjón af niðurstöðu stjórnskipaðrar nefndar um starfsmat sem félagsmálaráðherra skipaði í kjölfar nýlegrar rann sóknar á launamun kynjanna ásamt því að kannað verði hvernig beita megi 3. gr. jafnréttislaga sem fjallar um tímabundnar séraðgerðir í þágu kvenna og hvernig nýta megi kjarasamninga á tíma framkvæmdaáætlunarinnar til að draga úr launamisrétti kynjanna.
    Í nýliðinni kosningabaráttu mátti sjá að það var baráttumál allra stjórnmálaflokka að draga úr launamun kynja. Launajafnrétti var nú orðið keppikefli allra. Til að fylgja þessum áhuga eftir er nauðsynlegt að unnið verði að undirbúningi aðgerða sem taki á launamisréttinu. Launa myndun og kynbundinn launamunur á vinnumarkaðinum er flókið samspil margra þátta sem erfitt hefur reynst að festa hönd á. Orsakirnar eru margþættar og aðgerðirnar verða sömuleiðis að taka mið af þeirri staðreynd.