Ferill 31. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1995. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
119. löggjafarþing. – 31 . mál.


35. Frumvarp til lagaum breytingu á lyfjalögum, nr. 93/1994, með síðari breytingum.

(Lagt fyrir Alþingi á 119. löggjafarþingi 1995.)1. gr.


    Í stað orðanna „1. nóvember 1995“ í 4. málsl. 2. mgr. 45. gr. laganna, sbr. 1. gr. laga nr. 112/1994, sbr. 1. gr. laga nr. 122/1994, kemur: 1. júlí 1996.

2. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða:
     a.     Í stað orðanna „1. júní 1995“ í 2. og 3. málsl. 2. tölul. kemur: 1. júlí 1996.
     b.     Í stað orðanna „1. nóvember 1995“ í 3. tölul. kemur: 1. júlí 1996.

3. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Við setningu lyfjalaga, nr. 93/1994, er öðluðust að hluta til gildi 1. júlí 1994, var ákveðið að fresta gildistöku VII. kafla laganna um stofnun lyfjabúða og lyfsöluleyfa og XIV. kafla lag anna um lyfjaverð til 1. nóvember 1995. Lyfjalög, nr. 93/1994, eru í grundvallaratriðum byggð á þeim skuldbindingum sem Íslendingar hafa undirgengist með aðild að samningnum um Evr ópska efnahagssvæðið. Markmið með frestun gildistöku framangreindra kafla lyfjalaga var að skapa svigrúm til þess að meta hvaða áhrif gildistaka annarra kafla laganna hefði þannig að gera mætti breytingar á reglum VII. og XIV. kafla ef ástæða þætti til í ljósi reynslunnar. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra skipaði 29. júlí 1994 nefnd fulltrúa allra þingflokka og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis sem m.a. var ætlað að fylgjast með áhrifum nýrra lyfjalaga. Nefndinni var ætlað að skila skýrslu til ráðherra fyrir 1. september 1995. Heilbrigð is- og tryggingamálaráðherra óskaði 26. apríl 1995 eftir því að nefndin hraðaði störfum og skilaði skýrslu um stöðu mála fyrir 1. júlí 1995. Meiri hluti nefndarinnar telur að áhrifa lyfja laganna sé ekki enn farið að gæta, m.a. þar sem ekki hefur gefist tóm til að setja ýmsar reglu gerðir á þessu sviði. Það er mat nefndarinnar að áhrifa nýrra lyfjalaga og EES-samningsins á lyfjanotkun og lyfjakostnað almennings og hins opinbera hér á landi fari fyrst að gæta að ein hverju marki á næsta ári.
    Þar sem fyrir liggur að enn hafa ekki komið fram að fullu áhrif gildistöku nýrra lyfjalaga, sem talið var að lægju fyrir 1. nóvember 1995, er talið nauðsynlegt að lengja frest gildistöku VII. og XIV. kafla lyfjalaga. Því er í frumvarpi þessu lagt til að VII. og XIV. kaflar laganna öðlist ekki gildi fyrr en 1. júlí 1996. Frestunin miðast við að framkvæmd á grundvelli annarra kafla lyfjalaga nái að fullu að koma fram þannig að fyrir liggi reynsla sem byggja megi á við mat á áhrifum lyfjalaga, nr. 93/1994.Fylgiskjal.

Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lyfjalögum,


nr. 93/1994, með síðari breytingum.


    Með frumvarpinu eru bráðabirgðaákvæði gildandi laga um frestun á gildistöku ákvæða um lyfjaverð og um stofnun lyfjabúða og lyfsöluleyfi framlengd til 1. júlí 1996. Í fjárlagafrum varpi fyrir árið 1995 var gert ráð fyrir að ná 100 m.kr. sparnaði í lyfjaútgjöldum sem var háð því að framangreind ákvæði lyfjalaga tækju gildi í ársbyrjun 1995, en fallið var frá því við af greiðslu fjárlaga.
    Það er mat fjármálaráðuneytisins að aukin samkeppni í smásölu lyfja muni að öllum líkind um lækka álagningu og bæta þjónustu við notendur að því gefnu að notandi greiði hlutfallslega í verði lyfja og beri sjálfur umframkostnað af sambærilegum dýrari lyfjapakkningum. Í niður lagi umsagnar fjármálaráðuneytisins haustið 1993 um frumvarp til nýrra lyfjalaga sagði:
    „Að öllu samanlögðu mun frumvarpið líklega lækka lyfjakostnað ríkisins og neytenda. Helst er að vænta árangurs í innflutningsverði og í innkaupum heilbrigðisstofnana auk þess sem möguleg samkeppni í smásölu mun lækka álagningu. Ekki er gerlegt að meta með neinni vissu hve mikið útgjöld ríkisins og stofnana þess lækka verði frumvarpið samþykkt, en til lengri tíma litið gæti verið um verulega fjármuni að ræða ef vel til tekst. Mikilvægar forsendur þess að árangur náist eru að lyfjaverð hafi áhrif á val notenda og hlutfallsgreiðslur neytenda í lyfjaverði.“
    Ljóst er að ýmis ákvæði gildandi lyfjalaga munu að öllum líkindum lækka lyfjakostnað, svo sem samhliða innflutningur, en nokkur töf hefur orðið á að hann kæmist til framkvæmda. Ef frumvarpið verður að lögum er líklegt að ekki náist fram frekari lækkun á álagningu lyfja í smásölu nema stjórnvöld beiti til þess öðrum aðgerðum.