Ferill 3. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
119. löggjafarþing. – 3 . mál.


50. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 63/1969, um verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf, með síð ari breytingum.

Frá 1. minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Fyrsti minni hluti nefndarinnar leggur til að frumvarpið verði fellt. Það, ásamt 4. máli, frumvarpi til laga um gjald af áfengi, sem flutt er samhliða þessu frumvarpi, felur í sér breyt ingu á fyrirkomulagi innflutnings áfengis og getur stuðlað að aukinni áfengisneyslu og aukn um kostnaði við eftirlit.
    Frumvörpin fjalla ekki um breytta og betri áfengisstefnu stjórnvalda sem m.a. gæti falist í auknum forvörnum. Aðilar, sem vinna að áfengismálum hérlendis, vara flestir við samþykkt frumvarpanna og ýmsir telja að leynivínsala, brugg og smygl muni aukast í kjölfarið.
    Ekki hafa verið færð sterk rök fyrir því að samþykkt frumvarpanna sé nauðsynleg til að uppfylla skyldur okkar samkvæmt EES-samningunum. Íslensk stjórnvöld hafa ætíð talið að núverandi skipulag áfengismála rúmist innan EES-samninganna.
    Ekki er vitað hvort eftirlitsstofnun EFTA, sem gert hefur athugasemd við núverandi fyrir komulag, vísar málinu áfram til EFTA-dómstólsins. Dómstóllinn er ekki bundinn af áliti eftir litsstofnunarinnar og réttarstaða okkar virðist vera traust.
    Samþykkt frumvarpanna skapar einnig óöryggi hjá starfsmönnum ÁTVR og ekki hefur ver ið sýnt fram á að breytt fyrirkomulag leiði almennt til lægri kostnaðar og aukinnar hagkvæmni við innflutning áfengis.
    Frumvörpin lúta þannig fyrst og fremst að þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar að einkavæða inn flutning á áfengi. Slíkt skapar vissulega aukin viðskipti hjá umboðsaðilum og birgðastöðvum en hefur jafnframt í för með sér fjárhagslega áhættu fyrir ríkissjóð.
    Dreifing birgðastöðva vítt og breitt um bæinn mun auka hættu á misnotkun og skapa ýmiss konar öryggisvandamál.
    Fyrsti minni hluti vill gjarnan taka þátt í, ásamt stjórnarþingmönnum og öðrum þingmönn um, að endurskoða áfengislöggjöfina með auknar forvarnir, bætta heilbrigðisþjónustu og styrkingu unglingastarfs að leiðarljósi. Fyrirliggjandi frumvörp leiða á engan hátt til þess.

Alþingi, 7. júní 1995.



Ágúst Einarsson.